Stjórn Akureyrarstofu

34. fundur 08. maí 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
34. fundur
8. maí 2008   kl. 16:10 - 18:00
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Unnar Jónsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Halla Björk Reynisdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
María Helena Tryggvadóttir fundarritari
1.          Listalind ehf. - umsókn um styrk 2008
2008020126
Umsókn dags. 14. febrúar 2008 frá Listalind ehf. tekið fyrir öðru sinni, erindið var áður tekið fyrir 6. mars 2008, þar sem sótt var um styrk að upphæð kr. 500.000 frá Menningarsjóði til uppbyggingar á aðstöðu fyrir handverksfólk í þjónustumiðstöð.  Kynnt voru drög að samningi við rekstraraðila.
Stjórn Akureyrarstofu frestar afgreiðslu til næsta fundar.


2.          Gilfélagið - styrkbeiðni 2008
2008050016
Erindi dags. 10. apríl 2008 frá Gilfélaginu þar sem farið er fram á styrk að upphæð kr. 300.000 til að klára þetta viðburðarár.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000.


3.          Verkmenntaskólinn á Akureyri - styrkbeiðni 2008
2008030103
Erindi dags. 19. mars 2008 frá Þorsteini Þór Tryggvasyni f.h. Meiri Mjólk.jai þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 35.000 vegna kostnaðar við verkefni sem unnið er í REK 113 áfanga í VMA.
Stjórn Akureyrastofu getur ekki orðið við erindinu.


4.          Lifandi leiðsögn
2008040111
Farið yfir stöðuna á verkefninu Lifandi leiðsögn um Innbæinn en það hefst á vordögum.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir ánægju sinni með framgang verkefnisins.


5.          Ferðamannasiglingar í sumar á Húna II
2007050047
Farið yfir stöðuna á samstarfsverkefni Akureyrarstofu vegna ferðamannasiglinga í sumar á Húna II.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar nýjum áfanga sem náðst hefur með samvinnu Akureyrarstofu, Hollvina Húna II og fleiri aðila sem felst í því að boðið verður upp á vikulegar þrjár fastar ferðir í sumar.  


6.          Norræn kvikmyndahátíð á Akureyri 2009
2008050017
Kynning á hugmyndum um Norræna kvikmyndahátíð á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir áhuga á að Norræn kvikmyndahátíð verði haldin á Akureyri og felur starfsmönnum Akureyrarstofu að vinna áfram með málið.Fundi slitið.