Stjórn Akureyrarstofu

33. fundur 17. apríl 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
33. fundur
17. apríl 2008   kl. 16:00 - 17:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Starfslaun listamanna 2008
2008010081
Farið yfir umsóknir um starfslaun listamanna fyrir tímabilið júní 2008 til maí 2009.  Þá var farið yfir annan undirbúning vegna Vorkomu Akureyrarstofu sem haldin verður á sumardaginn fyrsta þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir byggingarlist, endurbyggingar eldri húsa og heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs.
Tekin var ákvörðun hverjir hljóti starfslaun listamanna tímabilið 2008-2009. Ákvörðunin færð í gerðabók stjórnarinnar en að venju verður tilkynnt um hana á Vorkomu á sumardaginn fyrsta. Þá voru með sama hætti teknar ákvarðanir um viðurkenningar Húsverndarsjóðs og Menningarsjóðs.


2.          Viðurkenningar Húsverndarsjóðs 2008
2008040083
Viðurkenningar Húsverndarsjóðs 2008 annars vegar vegna endurgerða gamalla húsa og hins vegar vegna byggingarlistar.
Teknar voru ákvarðanir um viðkenningarnar en þær verða kynntar á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.


3.          Leikminjasafn Íslands
2008030048
Erindi dags. 7. mars 2008 frá Leikminjasafni Íslands um uppsetningu á sýningu í Laxdalshúsi.  
Stjórn Akureyrarstofu felst á að gerð verði tilraun með leikminjasýningu í Laxdalshúsi í sumar. Jafnframt óskar stjórnin eftir því að leitað verði leiða til að hafa greiðasölu í húsinu. Framkvæmdastjóra falið að ræða við bréfritara um málið.Fundi slitið.