Stjórn Akureyrarstofu

32. fundur 03. apríl 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
32. fundur
3. apríl 2008   kl. 16:00 - 17:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Minjasafninu sat fundinn undir 1.- 12. lið þegar farið var yfir styrkumsóknir í Húsverndarsjóð og gerði grein fyrir mati þeirra Guðrúnar M. Kristinsdóttur á þeim.  Stjórnin þakkar þeim gagnlega ráðgjöf.

1.          Norðurgata 17A - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008020047
Erindi dags. 3. febrúar 2008 frá Hjördísi M. Guðmundsdóttur og Þorsteini Jónasi Sk. Haraldssyni þar sem óskað er eftir styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna endurbóta á efri hæð og risi í Norðurgötu 17A.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 400.000 til verkefnisins.


2.          Aðalstræti 4 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008020190
Umsókn dags. 27. febrúar 2008 frá Guðmundi Hallgrímssyni þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna endurbóta á Aðalstræti 4, Gamla apóteksins á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 400.000 til verkefnisins.


3.          Aðalstræti 24 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008030020
Umsókn dags. 1. mars 2008 frá Guðnýju Sigurjónsdóttur f.h. Húsfélagsins Aðalstræti 24 þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði vegna viðhalds á Aðalstræti 24, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins.


4.          Brekka ehf. - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008020170
Umsókn dags. 21. febrúar 2008 frá Sigurði Aðalsteinssyni f.h. Brekku ehf. þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna endurbóta á Brekkugötu 5.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins.


5.          Hafnarstræti 53 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008020182
Umsókn dags. 1. febrúar 2008 frá Eiði Gunnlaugssyni f.h. Eyrarbakka ehf. þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna endurbóta á Hafnarstræti 53, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 400.000 til verkefnisins.


6.          Hafnarstræti 25 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008020179
Umsókn dags. 28. febrúar 2008 frá Berglindi Gærdbo Smáradóttur þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna endurbóta á Hafnarstræti 25, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu. Verkefnastjóra viðburða og menningarmála falið að gera umsækjanda grein fyrir afgreiðslunni.


7.          Þingvallastræti 2 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008030011
Umsókn dags. 29. febrúar 2008 frá Borghildi Magnúsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna endurbyggingar girðingar við Þingvallastræti 2, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu. Verkefnastjóra viðburða og menningarmála falið að gera umsækjanda grein fyrir afgreiðslunni.


8.          Hafnarstræti 2 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008030014
Umsókn dags. 29. febrúar 2008 frá Jóni Einari Haraldssyni þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna endurbóta á Hafnarstræti 2, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu. Verkefnastjóra viðburða og menningarmála falið að gera umsækjanda grein fyrir afgreiðslunni.


9.          Lundargata 8b - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008030015
Umsókn dags. 29. febrúar 2008 frá Möggu Öldu Magnúsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna viðhalds og endurbóta á Lundargötu 8b, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu. Verkefnastjóra viðburða og menningarmála falið að gera umsækjanda grein fyrir afgreiðslunni.


10.          Lundargata 2 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008030018
Umsókn dags. 29. febrúar 2008 frá Erlu Ingibjörgu Hauksdóttur þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna viðhalds á Lundargötu 2, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu. Verkefnastjóra viðburða og menningarmála falið að gera umsækjanda grein fyrir afgreiðslunni.


11.          Gránufélagsgata 27 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008030019
Umsókn frá Óskari Þór Vilhjálmssyni þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna viðhalds á Gránufélagsgötu 27, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu. Verkefnastjóra viðburða og menningarmála falið að gera umsækjanda grein fyrir afgreiðslunni.


12.          Brekkugata 27a - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2008
2008030021
Umsókn dags. 3. mars 2008 frá Páli Hreinssyni þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði Akureyrar vegna endurbóta á Brekkugötu 27a, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu. Verkefnastjóra viðburða og menningarmála falið að gera umsækjanda grein fyrir afgreiðslunni.


13.          Upplýsingamiðstöð NE - samningur um rekstur 2008
2008010095
Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri - staða mála kynnt, en fyrirtækið SBA-Norðurleið hefur tilkynnt að það muni ekki óska eftir áframhaldandi rekstri eftir að núgildandi samningur rennur út en hann gildir til 30. september 2008.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til að Akureyrarstofa taki að sér rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar a.m.k. þar til hún hefur flutt í Hof. Ljóst er að talsverð samlegðaráhrif fylgdu því í starfsmannahaldi og verkefnavinnu, auk þess sem Akureyrarstofa getur öðlast dýrmæta þekkingu á ferðamarkaði. Framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga um málið við aðra rekstraraðila miðstöðvarinnar; Ferðamálastofu, Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Héraðsnefnd Eyjafjarðar.Fundi slitið.