Stjórn Akureyrarstofu

31. fundur 27. mars 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
31. fundur
27. mars 2008   kl. 16:00 - 18:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Menningarhúsið Hof - undirbúningur rekstrar
2008020172
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttur frá ráðgjafafyrirtækinu Iðu kom á fundinn til að gera grein fyrir undirbúningi á rekstri Menningarhússins Hofs, en fyrirtækið hefur tekið að sér ráðgjöf vegna þess verkefnis. Þá var verksamningurinn við Iðu dags. 22. febrúar 2008 lagður fram til kynningar.

2.          Davíð Hjálmar Haraldsson - umsókn um styrk 2008
2008020079
Umsókn dags. 12. febrúar 2008 frá Davíð Hjálmari Haraldssyni þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 100.000 frá Menningarsjóði til útgáfu 3. Davíðsbókar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000.


3.          List án landamæra 2008
2008030083
Erindi dags. 14. mars 2008 frá Margréti M. Nordal f.h. stjórnar "Listar án landamæra" og Rósu K. Júlíusdóttur og Karls Guðmundssonar þar sem sótt er um niðurfellingu á leigu á Ketilhúsinu 3.- 18. maí 2008 á meðan á sýningu Rósu og Karls á  "List án landamæra" stendur yfir.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem komi til niðurgreiðslu á húsaleigu í Ketilhúsinu.


4.          Skátafélagið Klakkur - samningur um rekstur tjaldsvæða
2007100076
Lögð fram til umsagnar drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Skátafélagsins Klakks um rekstur á tjaldsvæðum Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu felur formanni að gera bæjarráði grein fyrir þeim sjónarmiðum sem fram komu á fundum.Fundi slitið.