Stjórn Akureyrarstofu

30. fundur 06. mars 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
30. fundur
6. mars 2008   kl. 16:00 - 18:20
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Myndlistarfélagið - kynning
2008030042
Á fundinn komu fulltrúar frá nýstofnuðu Myndlistarfélaginu og kynntu starfsemi félagsins. Fram kom að félagar eru þegar um 80 talsins og að mikill kraftur er í félaginu. Til umræðu kom m.a. skortur á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn í bænum, vilji félagsins til að fá sýningaraðstöðu til umráða, fjölgun starfslauna fyrir listamenn, listskreytingar í Hofi, efling listaverkakaupa, starfsemi Listasafnsins, hátíðirnar í kringum opnunardaga hjá Listasafninu, myndlistarkennsla og skapandi starf í grunnskólum bæjarins og mögulegt samstarf sveitarfélaga um starfslaun.  
Stjórn Akureyrarstofu óskar stjórn Myndlistarfélagsins til hamingju með glæsilegt upphaf í starfsemi félagsins, þakkar gagnlegar viðræður og óskar eftir góðu samstarfi við félagið í framtíðinni.


2.          Þóra Björg Eiríksdóttir - styrkbeiðni
2008010137
Erindi dags. 10. janúar 2008 frá Þóru Björgu Eiríksdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 50.000 vegna einkasýningar sem haldin verður í Jónas Viðar Gallerí dagana 16. febrúar - 2. mars 2008.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð  kr. 50.000.  


3.          GalleriBox - styrkbeiðni 2008
2008010165
Erindi dags. 14. janúar 2008 frá GalleríBox þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun og dagskrá fyrir árið 2008.
Stjórn Akureyrarstofu felur verkefnisstjóra viðburða- og menningarmála að ræða við bréfritara um gerð  samnings um starfsemi gallerísins.


4.          Hlynur Hallsson - umsókn um styrk 2008
2008020106
Umsókn dags. 12. febrúar 2008 frá Hlyni Hallsyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 til að gefa út bókverkið/sýningarskrána "MYNDIR - BILDER - PICTURES".
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.


5.          Anna María Richardsdóttir - umsókn um styrk 2008
2008020108
Umsókn dags. 14. febrúar 2008 frá Önnu Maríu Richardsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 til að halda sýningu á "Alheimsgjörningi í 10 ár".
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.


6.          Bráðið vatn - Smeltevand - umsókn um styrk 2008
2008020129
Umsókn dags. 13. febrúar 2008 frá Hrefnu Harðardóttur f.h. tíu norrænna listakvenna þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 250.000 vegna samsýningar sem ber heitið "Bráðið vatn - Smeltevand" sem haldin verður í Ketilhúsinu á Listasumri 2008.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu, en óskar eftir að það verði tekið til umfjöllunar á vettvangi Listasumars 2008.


7.          VeggVerk - umsókn um styrk 2008
2008020163
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Jónu Hlíf Halldórsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 vegna kostnaðar við viðburðinn "VeggVerk".
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000.


8.          DaLí gallery - umsókn um styrk 2008
2008020157
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Dagrúnu Matthíasdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna myndlistarsýningar í DaLí Gallery frá og með mars 2008 til loka Listasumars í lok ágúst 2008.
Stjórn Akureyrarstofu felur verkefnisstjóra viðburða- og menningarmála að ræða við bréfritara um gerð  samnings um starfsemi gallerísins.


9.          DaLí gallery - umsókn um styrk 2008
2008020159
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Dagrúnu Matthíasdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 30.000 vegna kostnaðar við sýningarhald, opnun og auglýsingar viðburðarins "List án landamæra" sem haldinn verður dagana 1.- 11. maí í DaLí Gallery.
Stjórn Akureyrarstofu felur verkefnisstjóra viðburða- og menningarmála að ræða við bréfritara um gerð  samnings um starfsemi gallerísins.


10.          Jónas Viðar Gallery - umsókn um styrk 2008
2008020160
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Jónasi Viðari Sveinssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 vegna Jónasar Viðars Gallery.
Stjórn Akureyrarstofu felur verkefnisstjóra viðburða- og menningarmála að ræða við bréfritara um gerð  samnings um starfsemi gallerísins.


11.          Balvin Ringsted Vignisson - umsókn um styrk 2008
2008020165
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Baldvini Ringsted Vignissyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 vegna efnis- og ferðakostnaðar vegna þriggja myndlistasýninga.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000.


12.          Jóna Hlíf Halldórsdóttir - umsókn um styrk 2008
2008020167
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Jónu Hlíf Halldórsdóttir þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna gestavinnudvalar og myndlistasýningar í Lissabon, Portúgal í mars 2008.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 35.000.


13.          Stúlknakór Akureyrarkirkju - styrkbeiðni 2008
2008010212
Erindi dags. 17. janúar 2008 frá Gígju Þórarinsdóttur f.h. Stúlknakórs Akureyrarkirkju þar sem óskað er eftir styrk vegna fyrirhugaðrar ferðar til Þýskalands í júní nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.


14.          Kvennakórinn Embla - styrkbeiðni 2008
2008020057
Erindi dags. 8. febrúar 2008 frá Svanhildi Hermannsdóttur f.h. Kvennakórsins Emblu þar sem óskað er eftir styrk vegna tónleikaferðar til Noregs og þátttöku í norrænu kóramóti í Þrándheimi dagana 7.- 13. apríl 2008.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


15.          200.000 Naglbítar - styrkbeiðni 2008
2008020076
Erindi dags. 12. febrúar 2008 frá Vilhelm A. Jónssyni f.h. 200.000 Naglbíta þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 650.000 til að gefa út plötu með 200.000 Naglbítum og Lúðrasveit verkalýðsins, til að gera heimildamynd um verkefnið sem gefið verður út með plötunni og til að halda tvenna stóra tónleika aðra á Akureyri og hina í Reykjavík.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.


16.          Gerður Bolladóttir - styrkbeiðni 2008
2008020105
Erindi dags. 15. febrúar 2008 frá Gerði Bolladóttur þar sem sótt er um styrk til að gefa út geisladisk með ljóðaflokknum Almanaksljóð eftir Sr. Bolla Gústafsson auk annarra valdra laga eftir tónskáld á tuttugustu öld.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 40.000.


17.          Sigurður H. Ingimarsson - umsókn um styrk 2008
2008020132
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Rannvá Olsen f.h. Sigurðar H. Ingimarssonar þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 500.000 úr Menningarsjóði vegna vinnu við útgáfu á geisladiski.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


18.          Hjálræðisherinn á Akureyri - umsókn um styrk 2008
2008020133
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Sigurði Herði Ingimarssyni f.h. Hjálpræðishersins á Akureyri þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna tónlistarstarfs.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en óskar eftir því að samfélags- og mannréttindaráð taki það til umfjöllunar.


19.          Gospelkór Akureyrar - umsókn um styrk 2008
2008020134
Umsókn dags. 14. febrúar 2008 frá Sigurði Herði Ingimarssyni f.h. Gospelkórs Akureyrar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 833.030 til kaupa á  hljóðkerfi.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en óskar eftir því að samfélags- og mannréttindaráð taki það til umfjöllunar.


20.          Konráð Vilhelm Bartsch - upptaka á smáskífu
2008030007
Erindi dags. 3. mars 2008 frá Konráði Vilhelm Bartsch þar sem óskað er eftir fjárstuðningi/styrk vegna kostnaðar við upptöku á 4-5 laga smáskífu sem fyrirhugað er að taka upp í kirkju í Bárðardal.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 90.000.


21.          Ingvi Rafn Ingvason - umsókn um styrk 2008
2008010176
Umsókn dags. 14. febrúar 2008 frá Ingva Rafni Ingvasyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 til útgáfu á plötu með áherslu á tónskáld/textahöfunda frá Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000.


22.          Libia Castro & Ólafur Ólafsson - umsókn um styrk 2008
2008020158
Umsókn dags. 22. febrúar 2008 frá Libia Castro og Ólafi Ólafssyni þar sem sótt er um styrk til stjórnar Akureyrarstofu að upphæð kr. 400.000 vegna verkefnisins "Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands".
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.


23.          Ungir Jafnaðarmenn á Akureyri - styrkbeiðni
2008020041
Erindi dags. 6. febrúar 2008 frá Valdísi Önnu Jónsdóttur f.h. Ungra Jafnaðarmanna á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk í formi niðurfellingar á húsaleigu í Ketilhúsinu þann 8. mars nk. vegna ráðstefnunnar Bleik Orka.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að verða við beiðninni um niðurfellingu á húsaleigu í Ketilhúsinu.


24.          Listalind ehf. - umsókn um styrk 2008
2008020126
Umsókn dags. 14. febrúar 2008 frá Listalind ehf. þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 500.000 úr Menningarsjóði til uppbyggingar á aðstöðu fyrir handverksfólk í þjónustumiðstöð.
Stjórn Akureyrarstofu frestar afgreiðslu málsins.


25.          Íþróttafélagið Þór - umsókn um styrk 2008
2008020066
Umsókn dags. 8. febrúar 2008 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna stofnunar fræðslu- og menningarseturs fyrir þjálfara félagsins í öllum greinum íþrótta sem stundaðar eru hjá félaginu.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


26.          Íþróttafélagið Þór - umsókn um styrk 2008
2008020067
Umsókn dags. 1. febrúar 2008 frá Sigfúsi Ó. Helgasyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 500.000 úr Menningarsjóði vegna vinnu við gagnasöfnun vegna ritunar á sögu félagsins sem stefnt er að gefa út í tilefni af 100 ára afmæli félagsins 6. júní 2015.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


27.          Helgi Jónsson - umsókn um styrk 2008
2008020123
Umsókn dags. 10. febrúar 2008 frá Helga Jónssyni þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 100.000 - 200.000 úr Menningarsjóði til að sinna ritstörfum.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


28.          Gunnar Kristján Jónasson - umókn um styrk 2008
2008020125
Umsókn dags. 14. febrúar 2008 frá Gunnari Kristjáni Jónassyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 400.000 til útgáfu bókar um list Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.


29.          Sumarlestur - Akureyri bærinn minn - umsókn um styrk 2008
2008020127
Umsókn dags. 13. febrúar 2008 frá Haraldi Egilssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 120.000 til bókagjafa til handa þátttakendum námskeiðsins "Sumarlestur - Akureyri bærinn minn" sem Minjasafnið, Amtsbókasafnið, Listagilið og Leikfélagið hafa staðið að síðastliðin 8 ár.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu.


30.          Saga Gagnfræðiskóla Akureyrar - styrkbeiðni 2008
2008030009
Erindi dags. 13. október 2007 frá Magnúsi Aðalbjörnssyni f.h. ritnefndar á sögu Gagnfræðiskóla Akureyrar þar sem óskað er eftir 250.000 króna framlagi frá Akureyrarbæ vegna ýmiss kostnaðar við söguritunina.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000.


31.          Þöll - félag áhugafólks um barnamenningu - umsókn um styrk 2008
2008020130
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Ingibjörgu Magnúsdóttur f.h. Þallar - félags áhugafólks um barnamenningu þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 20.000 til að kaupa bókaverðlaun handa þeim sem hljóta viðurkenningu í ljóðasamkeppni unga fólksins 2008.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 20.000.


32.          Safnasafnið - umsókn um styrk 2008
2008020107
Umsókn dags. 13. febrúar 2008 frá Safnasafninu, félagi þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 100.000 til hlutdeildar í kostnaði við útgáfu á sýningarskrá.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu.


33.          Leikfélag Menntaskólans á Akureyri - umsókn um styrk 2008
2008020104
Umsókn dags. 12. febrúar 2008 frá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 til að hægt sé að efla leiklistaranda í skólanum og bæta kjör félagsins fyrir komandi ár.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


34.          Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um styrk 2008
2008020112
Umsókn dags. 13. febrúar 2008 frá Bílaklúbbi Akueyrar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna undirbúnings, skipulags og framkvæmda á vikulegum fornbílarúntum yfir sumartímann.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000.


35.          Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um styrk 2008
2008020115
Umsókn dags. 13. febrúar 2008 frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna IV. áfanga á samsetningu og sprautun boddíhluta á Ford AA vörubifreið félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


36.          Eyfirskir fornbílar á Akureyri - umsókn um styrk 2008
2008020154
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Smára Jónatanssyni f.h. Eyfiskra fornbíla á Akureyri þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 250.000 vegna kostnaðar við varðveislu og geymslu á eldri líkbílum Akureyrar.
Stjórn Akureyrarstofu  getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.


37.          Lífsins leikur - umsókn um styrk 2008
2008020146
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Vigdísi Örnu Jónsdóttur f.h. Vax ehf. þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 80.000 vegna hinnar árlegu konudags Tangóhelgi sem haldin er á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.


38.          Oddeyrarfélagið - umsókn um styrk 2008
2008020128
Umsókn dags. 15. febrúar 2008 frá Þórarni Blöndal þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna Oddeyrarhátíðar sem fyrirhuguð er sumarið 2008.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en óskar eftir því að stjórnsýslunefnd taki það til umfjöllunar.


39.          Gestur Einar Jónasson - umsókn um styrk 2008
2008020141
Umsókn dags. 20. febrúar 2008 frá Gesti Einari Jónassyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna sjónvarpsþáttagerðar um lífið á Akureyrarflugvelli.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.


40.          NorðanGarri - umsókn um styrk 2008
2008020175
Erindi dags. 26. febrúar 2008 frá Vigdísi Örnu Jónsdóttur f.h. Vax ehf. þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna verkefninsins "NorðanGarri".
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.


41.          Félag áhugafólks um heimspeki - umsókn um styrk 2008
2008030036
Umsókn dags. 27. febrúar 2008 frá Hugin Frey Þorsteinssyni f.h. Félags áhugafólks um heimspeki þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 200.000 frá lista- og menningarráði vegna kostnaðar við fyrirlestra sem félagið býður upp á með reglulegu millibili yfir vetrartímann.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000.


42.          Innanlandsflug - Iceland Express
2008030043
Rætt um stöðu Reykjavíkurflugvallar og áform flugfélagsins Iceland Express um innanlandsflug og áætlunarferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar þeim áformum Iceland Express að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Akureyrar og yfirlýsingu félagsins um möguleika á ódýrari fargjöldum en þeim sem nú eru í boði. Slík samkeppni hefði mikla þýðingu fyrir íbúa og ferðaþjónustu á Akureyri.  Óviðunandi er að óvissa um stöðu Reykjavíkurflugvallar komi niður á þróun innanlandsflugs á Íslandi. Því skorar stjórn Akureyrarstofu á borgarstjórn Reykjavíkur að finna félaginu aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli nú þegar svo að af þessum áformum geti orðið í vor.Fundi slitið.