Stjórn Akureyrarstofu

29. fundur 21. febrúar 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
29. fundur
21. febrúar 2008 kl. 16:00 - 18:45
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1. Stjórn Akureyrarstofu - starfsáætlun 2008
2007120023

Unnið að starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árin 2008-2010.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin og felur framkvæmdastjóra að ljúka gerð þeirra í samræmi við umræður á fundinum og vísar áætluninni til bæjarráðs.


2. Úthlutun fjármagns 2007 - aflamark þorsks
2008010061
Lagðar fram tillögur að ráðstöfun þeirra fjármuna sem Akureyrarbær fékk vegna tekjuskerðingar sem hann verður fyrir vegna samdráttar á aflaheimildum, samtals kr. 5.800.000 vegna ársins 2007.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til við bæjarráð að kr. 2.800.000 verði nýttar til þess að koma á fót skapandi sumarstörfum fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára. Haldið verði utan um það verkefni í samstarfi Akureyrarstofu, samfélags- og mannréttindadeildar og vinnuskólans. Þá leggur stjórnin til að afgangurinn verði nýttur til að styrkja innviði ferðaþjónustu í Hrísey og í Innbænum á Akureyri og að stjórn Akureyrarstofu hafi umsjón með útfærslu þessara verkefna og úthlutun fjármunanna.


3. Gilfélagið - styrkveiting samkvæmt samstarfssamningi
2003110035
Erindi dags. 7. febrúar 2008 frá Dagrúnu Matthíasdóttur og Þórarni Blöndal f.h. stjórnar Gilfélagsins varðandi styrkveitingu samkvæmt samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Gilfélagsins.
Stjórn Akureyrarstofu frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.


4. Lækkun flutningskostnaðar - sjóflutningar
2008020144
Rætt um nauðsyn þess að lækka og jafna flutningskostnað í landinu og jafna þannig samkeppnisaðstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa utan meginmarkaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Rætt um strandsiglingar sem leið að því markmiði.
Stjórn Akureyrarstofu beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að strandsiglingar hringinn í kringum landið, verði boðnar út hið fyrsta í því skyni að lækka flutningskostnað fyrirtækja á landsbyggðinni og draga úr umferð vegna þungaflutninga á landi. Jafnframt minnir stjórnin á samþykkt bæjarrás Akureyrar um jöfnun flutningskostnaðar í landinu frá 24. janúar 2008.


Fundi slitið.