Stjórn Akureyrarstofu

28. fundur 14. febrúar 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
28. fundur
14. febrúar 2008   kl. 16:00 - 18:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
1.          Siglingaklúbburinn Nökkvi - kynning
2007110060
Á fundinn kom Rúnar Þór Björnsson frá Siglingaklúbbnum Nökkva og kynnti áform um uppbyggingu á starfssvæði klúbbsins við Pollinn. Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með þær áætlanir sem Rúnar kynnti. Ljóst er að Pollurinn getur orðið útivistarsvæði sem hefur svipaða þýðingu fyrir Akureyri og nágrenni og Hlíðarfjall og Golfvöllurinn. Það eru því miklir möguleikar tengdir uppbyggingunni bæði fyrir íþrótta- og ungmennastarf á Akureyri en ekki síður fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.


2.          AIM Festival 2008-2010 - samstarfssamningur
2008020078
Lögð voru fram drög að samstarfssamningi milli AIM tónlistarhátíðarinnar og Akureyrarbæjar.  Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að Akureyrarbær styrki hátíðina um 1 mkr. á ári. Verði rekstur hátíðarinnar hallalaus bætist við kr. 500 þús. við framlagið árlega.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og óskar skipuleggjendum góðs gengis.


3.          Nonnahús - samningur um rekstur safnsins
2007120026
Farið var yfir drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um rekstur Nonnahúss.  Samkvæmt þeim tekur Minjasafnið að sér allan rekstur safnsins í Nonnahúsi, en lögð er áhersla á að ímynd safnsins verði sjálfstæð og nafni Jóns Sveinssonar verði haldið á lofti.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti.


4.          Stjórn Akureyrarstofu - drög að starfsáætlun 2008
2007120023
Unnið að starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2008-2010, sérstaklega þeim köflum sem snúa að atvinnumálum og ferðamálum. Starfsáætlunin verður kláruð á næsta fundi nefndarinnar þann 21. febrúar nk.


5.          Úthlutun fjármagns 2007 - mótvægisaðgerðir
2008010061
Rætt um tillögur um ráðstöfun þeirra peninga sem Akureyrarbær fékk vegna tekjuskerðingar sem hann verður fyrir vegna skerðinga á aflaheimildum, samtals kr. 5.800.000 vegna ársins 2007. Formlegar tillögur verða lagðar fram á fundi 21. febrúar nk.


Fundi slitið.