Stjórn Akureyrarstofu

27. fundur 24. janúar 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
27. fundur
24. janúar 2008   kl. 16:00 - 18:00
Veitingastaðurinn Friðrik V


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Helena Þuríður Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Samráðsfundir stjórnar Akureyrarstofu - 2008
2008020082
Á fyrri hluta fundar komu þau Guðmundur Óli Gunnarsson, Gunnar Frímannsson, Magna Guðmundsdóttir og Víglundur Þorsteinsson frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til skrafs og ráðagerða um starfsemi hljómsveitarinnar og stefnu. Fram kom að starf hljómsveitarinnar eflist jafnt og þétt og aðsókn á tónleika eykst einnig. Það verður einnig æ eftirsóknarverðara að ganga til liðs við hljómsveitina af tónlistarmönnum og ljóst að margir vildu flytja norður þess vegna, en enn sem komið er þyrfti að vera mögulegt að bjóða upp á fleiri tónleika. Ljóst er að aðstaðan í Hofi mun gjörbreyta möguleikum hljómsveitarinnar til vaxtar og þroska og á fundinum kom fram eindregin ósk frá fulltrúum hljómsveitarinnar um samstarf við bæjaryfirvöld til að nýta þetta tækifæri sem allra best.
Á seinni hluta fundarins kom Hannes Sigurðsson frá Listasafninu á Akureyri. Hann kynnti sýningaráætlun þessa árs og ljóst að margt spennandi er framundan. Sérstaklega var rætt um næstu sýningu sem gengur undir heitinu ?Bæ, bæ Ísland?, fjöldi listamanna tekur þátt í henni og gefið verður út samnefnt greinasafn á bók. Þá verður Listasafnið þátttakandi í Listahátíð í Reykjavík með sýningunni ?Facing China?.  Nokkuð var rætt um þá þróun sem orðið hefur í Listagili og afgerandi styrkleikamerki sem greina má á menningarlífi á Akureyri um þessar mundir. Á opnunardögum sýninga á Listasafni hefur skapast sú hefð að hin fjölmörgu gallerí og vinnustofur sem í bænum eru opna sýningar á sama degi. Þeir eru því orðnir litlar listahátíðar í sjáfum sér og á fundinum var rætt um hvernig markaðssetja mætti stemminguna sem þeim fylgja og nýta til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar gestum fundarins góðar og gagnlegar umræður á fundinum og vonast eftir góðu samstarfi hér eftir sem hingað til.Fundi slitið.