Stjórn Akureyrarstofu

26. fundur 10. janúar 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
26. fundur
10. janúar 2008   kl. 16:00 - 17:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Stjórn Akureyrarstofu - starfsáætlun 2008
2007120023
Áfram haldið vinnu við forgangsröðun verkefna í stefnumótun fyrir Akureyrarstofu og vinnu við starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.  Í stefnumótuninni er um að ræða ríflega 100 verkefni sem raðast niður á tímabilið 2007-2012. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu seinnipart febrúar-mánaðar nk.

2.          Fjárhagsáætlun 2008 - Akureyrarstofa
2007080044
Nokkrar breytingar urðu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 frá því að vinnu stjórnar Akureyrarstofu við hana lauk og þar til hún var endanlega afgreidd í bæjarstjórn. Farið var yfir helstu breytingarnar.

3.          Heimasíða Akureyrarbæjar - breytingar 2008
2008010133
Framkvæmdastjóri og starfsmenn Akureyrarstofu greindu frá vinnu við nýjan gesta- og ferðamannavef Akureyrar, www.visitakureyri.is og athöfn sem haldin verður þann 19. janúar nk. þar sem vefurinn og starfsemi Akureyrarstofu verða kynnt.

4.          Stjórn Akureyrarstofu - fundaáætlun 2008
2008010134
Lögð fram fundaáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2008.


Fundi slitið.