Stjórn Akureyrarstofu

25. fundur 20. desember 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
25. fundur
20. desember 2007   kl. 16:00 - 17:25
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Helena Þuríður Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
1.          AIM Festival - styrkbeiðni
2007120105
Erindi ódags. frá Guðrúnu Þórsdóttur f.h. Akureyri Music Festival þar sem óskað er eftir því að gerður verði samningur við félagið. Óskað er eftir árlegum stuðningi upp á kr. 1.500.000. Einnig er óskað eftir því að Akureyrarstofa verði félaginu innan handar eins og ávallt þegar nær dregur í kynningarmálum, framkvæmdamálum og þess háttar.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með tónlistarhátíðina og heimilar að gerður verði samningur við AIM Festval til þriggja ára, þar sem fjárframlag verði kr. 1.000.000 á næsta ári, með möguleika á hækkun framlagsins seinni tvö árin ef rekstur hátíðarinnar gengur vel.


2.          Hæfingarstöðin v/Skógarlund - styrkbeiðni vegna brúðuleiksýningar
2007120029
Erindi dags. 30. nóvember 2007 frá Hæfingarstöðinni við Skógarlund þar sem óskað er eftir styrk vegna brúðuleiksýningar Bernds Ogrodnik.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki eru veittir styrkir til stofnana sem reknar eru af Akureyrarbæ.


3.          Iðnaðarsafnið - endurnýjun samnings
2007120107
Forsvarsmenn Iðnaðarsafnsins hafa farið fram á endurnýjun samningsins við Iðnaðarsafnið.
Greint frá viðræðum sem fram hafa farið.
Framkvæmdastjóra falið að ljúka viðræðum við forsvarsmenn Iðnaðarsafnsins og ganga frá drögum að nýjum samningi.


4.          Nonnahús - afhending til Akureyrarbæjar
2007120026
Zontaklúbbur Akureyrar mun afhenda Akureyrarbæ Nonnahús til rekstrar og eignar við hátíðlega athöfn þann 27. desember nk.
Stjórn Akureyrarstofu vill af þessu tilefni þakka Zontaklúbbi Akureyrar 50 ára metnaðarfullt starf við að halda minningu Jóns Sveinssonar á lofti.
5.          Gríman - styrkbeiðni 2008
2007110064
Erindi dags. 9. nóvember 2007 frá Sigurði Kaiser f.h. Leiklistarsambands Íslands þar sem sótt er um styrk vegna Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna. Meðfylgjandi var tillaga að samningi.
Bæjarráð óskar eftir umsögn Akureyrarstofu um erindið.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til við bæjarráð að Akureyrarbær gerist aðili að Grímunni - Íslensku leiklistarverðlaununum en að samkomulag þar um gildi frá og með árinu 2009. Mikilvægt er að aðild bæjarins þýði að beinar útsendingar frá Grímunni fari fram í Hofi í framtíðinni, eins og samningsdrögin gera ráð fyrir.Fundi slitið.