Stjórn Akureyrarstofu

24. fundur 06. desember 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
24. fundur
6. desember 2007   kl. 15:00 - 17:12
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Ferðamálasetur Íslands - menningartengd ferðaþjónusta
2007060037
Skýrsla frá Ferðamálasetri Íslands og Hólaskóla um menningartengda ferðaþjónustu í Eyjafirði, sem og skjal um kortlagningu tengsla í íslenskri ferðaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.


2.          Menningarsmiðjan Populus tremula - styrkbeiðni
2007100025
Erindi dags. 24. september 2007 frá Sigurði Heiðari Jónssyni f.h. Populus tremula þar sem þess er farið á leit að Akureyrarbær veiti fjárhagsstuðning sem nemur um það bil þeirri húsaleigu sem greidd er Fasteignum Akureyrarbæjar fyrir afnot af vinnustofu í Kaupvangsstræti, eða kr. 400.000 á starfsárinu 2007 til 2008.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því öfluga grasrótarstarfi sem fram fer í Menningarsmiðjunni Populus Tremula og samþykkir styrk að upphæð kr. 350.000 til starfseminnar.


3.          Nonnahús - rekstrarstyrkur
2007110011
Erindi dags. 30. október 2007 frá Brynhildi Pétursdóttur f.h. Zontaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs Nonnahúss fyrir árið 2007 að upphæð kr. 600.000. Við umræður um málið sagði verkefnisstjóri viðburða og menningarmála frá ferð sem farin var á vegum Akureyrarstofu og Nonnahúss til Kölnar í nóvember sl. þar sem opnuð var sýning um Jón Sveinsson og Akureyri samtímans kynnt. Kynningin tókst í alla staði mjög vel.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000 til starfseminnar í samræmi við samning Menningarsjóðs og Zontaklúbbsins sem rann út á síðasta ári.


4.          Japanska sendiráðið - Noh exhibition
2007110031
Erindi dags 4. desember 2007 frá Japanska sendiráðinu þar sem Akureyrarstofu er þakkað fyrir góða samvinnu við uppsetningu á sýningu á búningum og textílhönnun úr Noh leiklist sem haldin var í Ketilhúsinu á dögunum.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar samvinnuna og lýsir yfir áhuga á að eiga frekari samvinnu við sendiráðið um menningarverkefni í  framtíðinni.


5.          Stjórn Akureyrarstofu - starfsáætlun
2007120023
Áfram haldið vinnu frá síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu.  Lokið við greiningu verkefna í stefnumótuninni. Á næsta fundi verður unnið að starfáætlun stjórnarinnar fyrir árið 2008.


Fundi slitið.