Stjórn Akureyrarstofu

23. fundur 14. nóvember 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
23. fundur
14. nóvember 2007   kl. 15:00 - 17:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Stjórn Akureyrarstofu - starfsáætlun
2007120023
Á fundinum var unnið að greiningu þeirra verkefna sem tilgreind eru í Stefnumótun fyrir Akureyrarstofu fyrir árin 2007-2012.  Þau voru greind eftir mikilvægi og ábyrgð á hverju verkefni skilgreind.  Vinnan markar lok stefnumótunarinnar og er jafnframt liður í starfsáætlunargerð stjórnarinnar fyrir árið 2008 og verður fram haldið á næsta fundi.


Fundi slitið.