Stjórn Akureyrarstofu

22. fundur 01. nóvember 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
22. fundur
1. nóvember 2007   kl. 16:00 - 17:40
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Hulda Sif Hermannsdóttir
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
1.          Verslunarmannahelgin 2008 - hugmyndafundur íbúa
2007110006
Undirbúningur opins hugmyndafundar íbúa um hátíðarhöld um verslunarmannahelgina.  Framkvæmdastjóri greindi frá hugmyndum um hvernig fundurinn verður skipulagður og kynntur.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fundurinn verði haldinn um miðjan janúar nk.


2.          Stjórn Akureyrarstofu - drög að starfsáætlun
2006020111
Fyrstu drög að starfsáætlun fyrir stjórn Akureyrarstofu.  Farið yfir stöðuna á vinnunni og næstu skref.
Ákveðið að halda vinnufund stjórnar Akureyrarstofu þann 14. nóvember nk.


3.          Akureyrarstofa - merki
2006110116
Lögð var fram tillaga að merki fyrir Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir merkið.


4.          Listaverkalán
2006010056
Erindi ódags, móttekið 5. september 2007 frá Sigurveigu Sigurðardóttur myndlistarkonu þar sem hún óskar eftir því að fá aðgang að Listalánum bæjarins og Sparisjóðs Norðlendinga.
Framkvæmdastjóra falið að kanna afstöðu Sparisjóðs Norðlendinga til málsins.


5.          Keahótel ehf. - leiga á Ketilhúsi
2007110007
Erindi dags. 22. október 2007 frá Sigurbirni Sveinssyni og Páli Jónssyni f.h. Keahótela ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum um leigu á Ketilhúsinu í Listagilinu á ársgrundvelli.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við bréfritara.Fundi slitið.