Stjórn Akureyrarstofu

21. fundur 11. október 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
21.fundur
11. október 2007   kl. 16:00 - 17:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis 2004-2007
2004060081
Sigríður Stefánsdóttir sem situr í stjórn og framkvæmdaráði Vaxtarsamnings Eyjafjarðar mætti á fundinn.  Sigríður fór yfir stöðu mála og gerði grein fyrir því nýjasta sem fram hefur komið í viðræðum við Iðnaðarráðuneytið.  
Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að lokið verði við nýjan samning hið allra fyrsta og að gerður verði samningur til lengri tíma en í núverandi samningi.
       
Sigríður Stefánsdóttir vék af fundi eftir afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar.

2.          Skerðing á aflaheimildum - mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
2007070046
Rætt um um skerðingar á aflaheimildum á yfirstandandi fiskveiðiári og mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Formaður gerði grein fyrir umræðum í bæjarráði um sama mál, en hugmyndin er að stjórn Akureyrarstofu taki upp þráðinn frá bæjarráði. Formaður lagði fram minnisblað með tillögu um framhald málsins.
Þar sem tvö stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki Brim og Samherji eru staðsett á Akureyri er ljóst að skerðing á aflaheimildum mun snerta atvinnulíf á Akureyri tilfinnanlega. Stjórn Akureyrarstofu samþykkir þá tillögu formanns að komið verði á fót starfshópi sem hafi það m.a. að markmiði að stilla saman aðgerðir þeirra aðila sem málið snertir á Eyjafjarðarsvæðinu sbr. framlagt minnisblað.


3.          Haffari ehf. - styrkbeiðni 2007
2007090114
Erindi dags. 12. ágúst 2007 frá Haffara ehf. þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 1.100.000 vegna markaðssetningar fyrirtækisins, nauðsynlegra breytinga á bátnum fyrir ferðaþjónustu og kröfu Siglingastofnunar til báta sem stunda farþegaflutninga.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að kanna hvort umsóknin geti fallið undir Eflingarsamninga Akureyrarbæjar, áður en hún verður afgreidd endanlega.


4.          Þórarinn Hjartarson - styrkbeiðni vegna söguritunar báta- og skipasmíða við Eyjafjörð
2007030087
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá stjórnar Akureyrarstofu 27. september 2007.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu eins og það liggur fyrir, en felur verkefnisstjóra viðburða og menningarmála að ræða við umsækjanda um aðra mögulega aðkomu að verkefninu.


5.          Menningarráð Eyþings - auglýsing um verkefnastyrki 2007
2007100026
Erindi dags. 9. október 2007 frá Menningarráði Eyþings þar sem Menningarráðið auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Umsóknarfrestur er til 31. október 2007.
Lagt fram til kynningar.


6.          Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2007
2007030205
Til umræðu var 3. liður í fundargerð bæjarráðs frá 27. september sl. þar sem bæjarráð fól Akureyrarstofu umsjón með aðkomu Akureyrarbæjar að hátíðarhöldum næsta árs.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að boða til íbúafundar um hátíðarhöld um verslunarmannahelgar í framtíðinni.  Markmið fundarins er að gefa Akureyringum kost á að taka þátt í að móta hugmyndir um hátíðarhöldin.Fundi slitið.