Stjórn Akureyrarstofu

19. fundur 27. september 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
19. fundur
27. september 2007   kl. 16:00 - 17:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Lára Stefánsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2008
2007080044
Farið yfir fjárshagsáætlun fyrir Akureyrarstofu vegna ársins 2008.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


2.          Matur-inn 2007 - styrkbeiðni
2007090047
Erindi ódags. frá félaginu Matur úr héraði - Local food þar sem beðið er um styrk að upphæð kr. 1.000.000 vegna sýningarinnar Matur-inn 2007 sem haldin verður í Verkmenntaskólanum á Akureyri dagana 13. og 14. október 2007.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000 til verkefnisins.


3.          Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri - styrkbeiðni v/ráðstefnunnar Milli himins og jarðar
2007090015
Erindi ódags. frá Sálarrannsóknarfélaginu á Akureyri þar sem er óskað eftir styrk að upphæð kr. 200.000  vegna ráðstefnunnar Milli himins og jarðar sem haldin verður helgina 5.- 7. október 2007.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.


4.          Kristján Ingimarsson - styrkbeiðni
2007090058
Erindi dags. 17. september 2007 frá Kristjáni Ingimarssyni þar sem hann óskar eftir styrk eða sponsor-samningi að upphæð kr. 300.000 í sambandi við uppsetningu leiksýningarinnar Frelsarinn.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


5.          Þórarinn Hjartarson - styrkbeiðni vegna söguritunar báta- og skipasmíða við Eyjafjörð
2007030087
Erindi dags. 17. júlí 2007 frá Þórarni Hjartarsyni vegna ritunar sögu báta- og skipasmíða við Eyjafjörð þar sem hann óskar eftir styrk að upphæð kr. 2.135.000 en kostnaðaráætlun fyrir verkið hljóðar upp á kr. 4.270.000.
Lagt fram til kynningar.  Frestað.Fundi slitið.