Stjórn Akureyrarstofu

18. fundur 13. september 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
18. fundur
13. september 2007   kl. 14:30 - 16:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Gásir - þróun og uppbygging
2006120024
Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnisstjóri Gásaverkefnisins kom á fundinn og kynnti lokadrög að viðskiptaáætlun fyrir verkefnið.  Rætt var um áfangaskiptingu verkefnisins og mögulega aðkomu Akureyrarbæjar að því á næstu árum.  Fram kom að stefnt er að stofnun sjálfseignarfélags um Gásaverkefnið í lok október nk. og mun verða óskað eftir aðkomu bæjarins að því.

2.          Fjárhagsáætlun 2008
2007080044
Farið yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 og drög að verkefnaskrá henni tengdri.

3.          Sigríður Ágústsdóttir - styrkbeiðni 2007
2007080035
Erindi dags. 19. ágúst 2007 þar sem Sigríður Ágústsdóttir f.h. 5 listamanna biður um styrk til þátttöku í sýningunni Smelevand í Kaupmannahöfn dagana 24. september til 2. nóvember 2007.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 125.000.


4.          Sýning í Sidney í Ástralíu - styrkbeiðni
2007080036
Ódagsett erindi frá Önnu Gunnarsdóttur þar sem hún sækir um styrk til þátttöku í sýningu í Sidney í Ástralíu dagna 1.- 19. nóvember 2007.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


5.          Friðrik G. Olgeirsson - skjöl á Héraðsskjalasafni
2006110126
Erindi dags. 26. nóvember 2006 frá Friðriki G. Olgeirssyni þar sem farið er fram á það við stjórn Akureyrarstofu að hún gefi leyfi til að kanna skjöl eða veiti héraðsskjalaverði leyfi til að kanna hvort þau varpi ljósi á ævi Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi, sem geymd eru á Héraðskjalasafninu á Akureyri. Erindið var áður á dagskrá 10. mai 2007 en afgreiðslu frestað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fara að áliti héraðsskjalavarðar og getur því ekki orðið við erindinu.Fundi slitið.