Stjórn Akureyrarstofu

17. fundur 30. ágúst 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
17. fundur
30. ágúst 2007   kl. 16:00 - 17:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Millilandaflug til og frá Akureyri
2007080102
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem haldinn var með fulltrúum Iceland Express, Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi og nokkurra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Á þeim fundi kom m.a. fram að beint flug flugfélagsins í sumar hefur gengið vel og það hefur þegar í undirbúningi áætlun næsta sumars.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að millilandaflug til Akureyrar hefur gengið vel í sumar og að til stendur að halda því áfram.  Stjórnin telur afar mikilvægt að flugið verði tryggt nokkur ár fram í tímann svo það nýtist markvisst í markaðssetningu á ferðaþjónustu á Norðurlandi og að tímabilið verði lengt innan hvers árs. Framkvæmdastjóra falið að fara í nánari viðræður við markaðsskrifstofuna og flugfélagið um hvernig megi ná þessum markmiðum.


2.          Akureyrarstofa
2006110116
Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að skipuriti Akureyrarstofu og verksviði þeirra verkefnisstjóra sem þar starfa. Umræðu haldið áfram á næsta fundi.


Fundi slitið.