Stjórn Akureyrarstofu

16. fundur 21. júní 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
16. fundur
21. júní 2007   kl. 16:00 - 17:59
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis 2004-2007
2004060081
Sigríður Stefánsdóttir gerði grein fyrir stöðu mála.

2.          Brandur - Northern Periphery - könnun
2003100094
Farið yfir niðurstöður viðhorfskönnunar Innan handar frá árinu 2004 til upprifjunar og undirbúnings vegna mótunar hlutverks Akureyrarstofu í atvinnumálum.

3.          UMFA - samningur um rekstur 2007
2006120009
Kynntur var endurnýjaður samningur um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Norðurlands eystra á Akureyri.  Sigríður Stefánsdóttir gerði grein fyrir samningnum.

Þegar hér var komið við sögu vék Sigríður Stefánsdóttir af fundi.


4.          Krókeyri - breyting á deiliskipulagi
2007030006
Undanfarið hefur skipulagsdeild kannað ýmsa lóðamöguleika fyrir áhugahóp um stofnun bifhjólasafns. Niðurstaðan úr þeirri könnun er að áhugahópurinn óskar eindregið eftir því að fá lóð á safnasvæðinu við Krókeyri, eftir að aðrir möguleikar hafa verið skoðaðir.
Stjórn Akureyrarstofu hefur fundað með fulltrúa Iðnaðarsafnsins og fulltrúum fyrirhugaðs bifhjólasafns og leggst ekki gegn því fyrir sitt leyti, að safninu verði útveguð lóð á safnasvæðinu við Krókeyri.  Skilyrði er að gengið sé út frá þeirri hugmynd sem skipulagsdeild hefur kynnt fulltrúum frá bifhjólasafninu og fulltrúa Iðnaðarsafnsins.  Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að skipulagsnefnd hugi vel að skilyrðum sem setja þarf með hliðsjón af því að um safnasvæði er að ræða og sérstaklega verði hugað vel að hljóðvist.Fundi slitið.