Stjórn Akureyrarstofu

15. fundur 07. júní 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
15. fundur
7. júní 2007   kl. 16:00 - 18:35
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Lára Stefánsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Skemmtiferðaskip - móttaka og þjónusta
2007060023
Rætt um komu skemmtiferðaskipa til Akureyrar, bæði það sem vel gengur og það sem betur má gera.  Á fundinn komu Guðrún Kristinsdóttir frá Minjasafninu, Ragnar Sverrisson frá Kaupmannasamtökunum og Pétur Ólafsson frá Akureyrarhöfn.  Rætt um ýmsar hugmyndir sem koma mætti í framkvæmd m.a. að bjóða upp á fastar rútuferðir um bæinn fyrir gesti og gangandi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við framkvæmdaráð að kannað verði hvort SVA geti gert tilraun með gestarútu í sumar.  Samþykkt að gera tilraun með skipulagðan útimarkað í sumar.


2.          Listasumar - 2007
2007060024
Rætt um Listasumar, sögu þess og hátíðina sem framundan er.  Valdís Viðarsdóttir framkvæmdastjóri Listasumars kom á fundinn og sagði frá framkvæmdinni.

3.          Guðmundur Ármann Sigurjónsson - styrkbeiðni
2007060021
Tölvupóstur dags. 18. maí 2007 frá Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni þar sem sótt er um styrk vegna Norrænnar samsýningar sem haldin verður í menningarmiðstöðinni KROMA í suður Svíþjóð 9. júní nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 45.000 til að mæta ferðakostnaði.


4.          Georg Óskar Manúelsson - styrkbeiðni
2007050124
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá stjórnar Akureyrarstofu 24. maí sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000 til að mæta ferðakostnaði.


5.          Bolli Þórir Gústavsson - styrkbeiðni
2007040076
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá stjórnar Akureyrarstofu 24. maí sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


6.          Steinunn Ásta Eiríksdóttir - styrkbeiðni
2007040073
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá stjórnar Akureyrarstofu 24. maí sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.


7.          Málmblásarakvintett Norðurlands - styrkbeiðni
2007060022
Erindi dags. 28. maí 2007 frá Hjálmari Sigurbjörnssyni, Heimi B. Ingimarssyni, Kaldo Kiis, Kjartani Ólafssyni og Sveini Sigurbjörnssyni þar sem greint er frá stofnun Málmblásarakvintetts Norðurlands. Óskað er eftir því að Akureyrarstofa veiti almennan styrk til starfseminnar.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar stofnun kvintettsins og samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 vegna tónleikanna og heimilar framkvæmdastjóra að gera samning við kvintettinn um starfsemi hans.Fundi slitið.