Stjórn Akureyrarstofu

14. fundur 24. maí 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
14. fundur
24. maí 2007   kl. 16:00 - 18:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Lára Stefánsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Helena Þ. Karlsdóttir annaðist stjórn fundarins í upphafi, í fjarveru formanns.

1.          Akureyrarstofa
2006110116
Akureyrarstofa - verkaskipti.
Stjórn Akureyrarstofu gerir það að tillögu sinni að verkaskipti milli Akureyrarstofu og skrifstofu Ráðhúss verði í aðalatriðum eins og fram kemur á minnisblaði sem lagt var fram á fundinum.


Þegar hér var komið mætti Elín M. Hallgrímsdóttir til fundar og tók við stjórn hans.

2.          Ferðafélag Akureyrar - styrkbeiðni
2007030037
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Ingvari Teitssyni formanni Ferðafélags Akureyrar þar sem hann sækir um styrk til að gefa út endurbætt gönguleiðakort af Vaðlaheiði og svæðinu austan við Akureyrarpoll 2007.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000 og að styrkurinn verði færður af fjárveitingum til atvinnumála.


3.          Fjölmennt - styrkbeiðni
2007050122
Erindi dags. 24. maí 2007 frá Fjölmennt Akureyri þar sem óskað er eftir styrk til að halda sýninguna List án landamæra.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000 til verkefnisins.


4.          Georg Óskar Manúelsson - styrkbeiðni
2007050124
Erindi dags. 17. maí 2007 frá Georg Óskari Manúelssyni þar sem hann óskar eftir styrk vegna þátttöku í alþjóðlegri myndlistarsýningu í Flórens, Florence Biennale sem haldið verður 1.- 9. desember 2007.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


5.          Bolli Þórir Gústavsson - styrkbeiðni
2007040076
Erindi dags. 20. apríl 2007 frá sr. Jónu Hrönn Bolladóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000 í tilefni af afmælisútgáfu á predikunum og ljóðum sr. Bolla Þóris Gústavssonar fyrrverandi vígslubiskups.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


6.          Steinunn Ásta Eiríksdóttir - styrkbeiðni
2007040073
Erindi dags. 17. apríl 2007 frá Steinunni Ástu Eiríksdóttir og Petru S. Heimisdóttur þar sem þær sækja um styrk vegna húsaleigu á nýrri vinnustofu sem þær stefna að að opna, ca í sex mánuði að upphæð 450.000.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


7.          Stjórn Akureyrarstofu - stefnumótun í atvinnumálum
2007050123
Sefnumótun í atvinnumálum.  Rætt um möguleg hlutverk Akureyrarstofu í atvinnumálum og tengsl við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Vaxtarsamning Eyjafjarðar.
Áframhaldandi umræðu frestað til næsta fundar.Fundi slitið.