Stjórn Akureyrarstofu

13. fundur 10. maí 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
13. fundur
10. maí 2007   kl. 16:00 - 17:35
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Stjórn Akureyrarstofu - forgangsröðun í safnamálum
2007050066
Rætt um safnamál á Akureyri en í menningarstefnu bæjarstjórnar er kveðið á um að unnin verði skýr forgangsröðun í uppbyggingu safna á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við Fasteignafélag Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri að skipa sitt hvorn fulltrúan í vinnuhóp um forgangsröðunina.  Unnar Jónsson mun taka þátt í vinnu hópsins fyrir hönd stjórnar Akureyrarstofu.


2.          Örn Ingi - samningur um myndatöku
2006030007
Rætt um hugmynd Arnar Inga um að safna skipulega lifandi myndefni frá menningar- og athafnalífi á Akureyri.
Afgreiðslu frestað.


3.          Akureyrarstofa - stefnumótun
2006110116
Farið yfir nýjustu drög að stefnumótun fyrir Akureyrarstofu í menningar-, markaðs- og ferðamálum.  Stefnt er að því að ljúka henni áður en Akureyrarstofa opnar formlega í lok maí eða byrjun júní nk.  Þá var rætt um stefnumótunarvinnu í atvinnumálum. Umræðu haldið áfram á næsta fundi.

4.          Hollvinafélag Húna ll - fyrirspurn
2007050047
Erindi dags. 22. apríl 2007 frá Þorsteini Péturssyni f.h. Hollvinafélags Húna ll með fyrirspurn um með hvaða hætti Akureyrarstofa er tilbúin að koma til samstarfs við félagið  og  hverjar hugmyndir eru um nýtingu á Húna ll.
Lagt fram til kynningar.


5.          Friðrik G. Olgeirsson - skjöl í Héraðsskjalasafni
2006110126
Erindi dags. 26. nóvember 2006 frá Friðriki G. Olgeirssyni þar sem farið er fram á það við stjórn Akureyrarstofu að hún gefi leyfi til að kanna skjöl eða veiti héraðsskjalaverði leyfi til að kanna hvort þau varpi ljósi á ævi Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi, sem geymd eru á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu frestar afgreiðslunni og óskar eftir því að héraðsskjalavörður taki saman álit á erindinu fyrir næsta fund stjórnarinnar.Fundi slitið.