Stjórn Akureyrarstofu

11. fundur 25. apríl 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
11. fundur
25. apríl 2007   kl. 12:00 - 13:15
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Starfslaun listamanna 2007
2007040019
Teknar endanlegar ákvarðanir um hverjir hljóti starfslaun listamanna fyrir starfsárið júní 2007 - maí 2008 og aðrar viðurkenningar sem tilkynnt verður um á Vorkomu Akureyrarstofu í Ketilhúsinu á sumardaginn fyrsta.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að bjóða Björgu Þórhallsdóttur söngkonu og Kristjáni Ingimarssyni leikara 6 mánaða starfslaun hvoru á næsta starfslaunatímabili.  Jafnframt ákveðið að veita Svani Eiríkssyni arkitekt byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar árið 2007 fyrir framlag til góðrar byggingarlistar í bænum, Zlatko Novak viðurkenningu Húsverndarsjóðs fyrir endurbyggingu á Norðurgötu 8 og Hólmsteini Snædal Rósbergssyni viðurkenningu sama sjóðs fyrir framlag til húsverndarmála á Akureyri.


2.          Jón Sveinsson - afmælisár
2007040099
Rætt um verkefni og viðburði sem fyrirhugaðir eru í tilefni af 150 ára afmælisári Jóns Sveinssonar, Nonna.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fara þess á leit við eftirtalda að skipa vinnuhóp um afmælisárið: Brynhildi Pétursdóttur frá Nonnahúsi og Zontaklúbbi Akureyrar, Brynhildi Þórarinsdóttur rithöfund, Hólmkel Hreinsson amtsbókavörð f.h. stjórnar Akureyrarstofu, Pétur Halldórsson dagskrárgerðarmann frá Ríkisútvarpinu og Ágúst Þór Árnason frá Háskólanum á Akureyri.  Meginverkefni hópsins verði að fara yfir þá viðburði sem í bígerð eru og skipuleggja og tímasetja þannig að úr verði ein heildstæð dagskrá, jafnframt því að gera tillögu um fleiri viðburði ef þurfa þykir.Fundi slitið.