Stjórn Akureyrarstofu

9. fundur 29. mars 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
9. fundur
29. mars 2007   kl. 16:00 - 18:20
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis 2004-2007
2004060081
Erindi dags. 12. mars 2007 frá Þorsteini Gunnarssyni formanni stjórnar  Vaxtarsamnings Eyjafjarðar þar sem hann varpar fram spurningu um framhald samningsins. Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri kom á fundinn og fór yfir málið.
Stjórn Akureyrarstofu er sammála bókun bæjarráðs frá 1. febrúar sl. um að mikilvægt sé að samningurinn verði framlengdur og lýsir yfir ánægju sinni með þau verkefni sem unnin hafa verið á vettvangi hans. Stjórnin telur æskilegt að aðkoma fyrirtækja og atvinnulífs að samningnum og stjórn hans verði meiri en nú er. Jafnframt telur stjórnin að skoða þurfi hvort breyta eigi núverandi skipulagi við framkvæmd samningsins og tengslum við annað starf að atvinnuþróun og öðrum samstarfsverkefnum á svæðinu.
Stjórnin felur  markaðs- og kynningarstjóra að koma sjónarmiðum sem fram komu í umræðum á framfæri við bæjarráð og við stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarðar.2.          Iðnaðarsafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í stjórn
2007030244
Skipun fulltrúa í stjórn Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Sigrúnu Óladóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins.


3.          Krókeyri - breyting á deiliskipulagi (SN070007)
2007030006
Erindi dags. 23. febrúar 2007 frá Þorsteini E. Arnórssyni f.h. stjórnar Iðnaðarsafnsins þar sem stjórnin telur eðlilegt að skipulagsnefnd, Akureyrarstofa ásamt hagsmunaaðilum Iðnaðarsafnsins og Minjasafnsins fundi um deiliskipulagið þar sem um verulegar breytingar á áður samþykktu skipulagi er að ræða.
Akureyrarstofa samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðinn fundur verði haldinn, þar sem farið verði yfir stefnu og framtíðarsýn safnasvæðisins við Krókeyri.


4.          Strandgata 33 - styrkbeiðni
2007020114
Erindi dags. 26. febrúar 2007 frá Guðríði Þorsteinsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna viðhalds á Strandgötu 33, Akureyri. Hún vísar í mál 2006020078, þar  er lýsing á framkvæmdum og kostnaðaráætlun.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


5.          Hafnarstræti 2 - styrkbeiðni
2007020056
Erindi dags. 7. febrúar 2007 frá Jóni Einari Haraldssyni þar sem hann óskar eftir styrk til endurbóta á Hafnarstræti 2, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.


6.          Friðbjarnarhús - styrkbeiðni
2007030030
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Gunnari Lórenzsyni þar sem hann óskar eftir styrk vegna viðhalds á Friðbjarnarhúsi, Aðalstræti 46, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 350.000 til verkefnisins.


7.          Lækjargata 4 - styrkbeiðni
2007030032
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Sigurbjörgu Árnadóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna viðhalds á Lækjargötu 4, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 160.000  til verkefnisins.  Styrkurinn er háður því skilyrði að breytingar miði að því að færa útlit hússins nær því sem var í upphafi.


8.          Vinir Wathnehússins - styrkbeiðni
2007030033
Erindi dags. 27. febrúar 2007  frá vinum Wathnehússins þar sem sótt er um styrk vegna kostnaðar við flutning hússins og uppmælingar og endurgerðarteikningar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 350.000 til verkefnisins.


9.          Eyrarlandsvegur 8 e.h. - styrkbeiðni
2007030035
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Páli Eyþóri Jóhannssyni þar sem hann óskar eftir styrk vegna viðhalds á Eyrarlandsvegi 8, e.h., Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins. Styrkurinn er háður því skilyrði að breytingar miði að því að færa útlit hússins nær því sem var í upphafi. Þá ber að líta á styrk til efri og neðri hæðar hússins sem einn styrk til eins og sama verkefnis, samtals að upphæð kr. 160.000.


10.          Eyrarlandsvegur 8 n.h. - styrkbeiðni
2007030036
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Kristínu Björk Gunnarsdóttur  þar sem hún  óskar eftir styrk vegna viðhalds á Eyrarlandsvegi 8 n.h.,  Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins. Styrkurinn er háður því skilyrði að breytingar miði að því að færa útlit hússins nær því sem var í upphafi. Þá ber að líta á styrk til efri og neðri hæðar hússins sem einn styrk til eins og sama verkefnis, samtals að upphæð kr. 160.000.


11.          Eyrarlandsvegur 24 - styrkbeiðni
2007020133
Erindi dags. 25. febrúar 2007 frá Jóhönnu Baldvinsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna viðhalds á Eyrarlandsvegi 24, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 160.000 til verkefnisins.


12.          Hafnarstræti 18 - styrkbeiðni
2007020134
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Önnu Höllu Hallsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna viðhalds á Hafnarstræti 18, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 160.000 til verkefnisins. Þar sem húsið er friðað er það gert að skilyrði fyrir styrkveitingunni að haft verði samráð við minjavörð Norðurlands eystra eða Húsafriðunarnefnd ríkisins um framkvæmdina.


13.          Strandgata 23 - styrkbeiðni
2007030146
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Guðmundi Ó. Guðmundssyni f. h. Reglu Musterisriddara þar sem hann  óskar eftir styrk vegna viðhalds á Strandgötu 23, Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins.  Styrkveitingin er háð því skilyrði að breytingar miði að því að færa útlit hússins nær því sem upphaflega var.Fundi slitið.