Stjórn Akureyrarstofu

8. fundur 21. mars 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
8. fundur
21. mars 2007   kl. 11:00 - 11:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Halla Björk Reynisdóttir
Jón Erlendsson
Helena Þuríður Karlsdóttir ritaði fundargerð
1.          Akureyrarstofa - ráðning framkvæmdastjóra
2006110116
Starf framkvæmdastjóra Akureyrarstofu var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu þann 18. febrúar sl.  Umsóknarfrestur var til 4. mars sl.  Alls bárust 33 umsóknir.  Capacent sá um ráðningarferlið og voru formaður og varaformaður stjórnar Akureyrarstofu viðstaddir þegar viðtölin fóru fram.  
Lögð var fyrir stjórnina greinargerð frá Capacent um ráðningarferlið.
Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu leggur til að Þórgnýr Dýrfjörð, kt. 161267-5119, verði ráðinn framkvæmdastjóri Akureyrarstofu.
Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir tillöguna, en fulltrúi L-listans Halla Björk Reynisdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Mælt er með því við bæjarstjóra að hann ráði Þórgný Dýrfjörð sem framkvæmdastjóra Akureyrarstofu.Fundi slitið.