Stjórn Akureyrarstofu

7. fundur 15. mars 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
7. fundur
15. mars 2007   kl. 16:00 - 18:34
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Agnes Arnardóttir
Jón Erlendsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Sigríður Stefánsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Markaðsskrifstofa Ferðamála á Norðurlandi - þjónustusamningur
2006090077
Þjónustusamningur við Markaðaskrifstofu ferðamála á Norðurlandi lagður fyrir að nýju.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að samningurinn verði undirritaður en að honum fylgi bréf þar sem óskað er eftir viðræðum við stjórn og framkvæmdastjóra um framkvæmd hans og samskipti við Akureyrarstofu.


2.          DaLí gallery - styrkbeiðni
2007030082
Erindi dags. 26. febrúar 2007 frá Dagrúnu Matthíasdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 500.000 vegna opnana listsýninga og tilheyrandi kostnaðar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.


3.          Tónræktin ehf. - styrkbeiðni
2007030084
Erindi dags. 25. febrúar 2007 frá Birni Þórarinssyni skólastjóra þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 1.470 þús. til að efla barna- og unglingamenningu á Akureyri með því að halda útitónleika og taka upp geisladisk með tónlist sem flutt er af börnum og unglingum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til útitónleikanna.


4.          Eyfirskir fornbílar á Akureyri - styrkbeiðni
2007030085
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Smára Jónatanssyni þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 500.000 vegna tveggja verkefna á þessu ári.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins og felur menningarfulltrúa að ræða við bréfritara um frekari fjármögnun verksins.


5.          Þórarinn Hjartarson - styrkbeiðni
2007030087
Erindi dags. 26. febrúar 2007 frá Þórarni Hjartarsyni þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 500.000 til ritunar á sögu skipa og bátasmíða á Akureyri 1860-2000.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.


6.          Menningarsamtök Norðlendinga - styrkbeiðni
2007030088
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Roar Kvam þar sem hann sækir um styrk að upphæð
kr. 200.000 til að halda "Kristjánsvöku" 10. júní 2007 í minningu Kristjáns frá Djúpalæk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


7.          Valgarður Stefánsson - styrkbeiðni
2007030092
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Valgarði Stefánssyni þar sem hann óskar eftir styrk að upphæð kr. 1.500 þús. til að vinna að og safna listaverkum eftir listamenn sem störfuðu á Akureyri 1900-1930 og setja upp sýningu á verkum þeirra í Ketilhúsinu næsta vetur.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en óskar eftir því að Listasafnið á Akureyri taki það til umfjöllunar.


8.          Valgarður Stefánsson - styrkbeiðni
2007030093
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Valgarði Stefánssyni þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 300.000 til útgáfu á smásagnasafni.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


9.          Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir - styrkbeiðni
2007030094
Erindi dags. 26. febrúar 2007 frá Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 100.000 til tónleikahalds á fjórum öldrunarstofnunum á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


10.          Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni
2007030095
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Skákfélagi Akureyrar þar sem sótt er um styrk að upphæð
kr. 70.000 til að halda Íslandsmót stúlkna í fyrsta sinn á Akureyri, 17. mars 2007.
Stjórn Akureyrarstofu vísar erindinu til samfélags- og mannréttindaráðs til afgreiðslu.


11.          Eyjafjarðarsveit - styrkbeiðni
2007030098
Erindi dags. 25. febrúar 2007 frá Dórótheu Jónsdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 500.000 vegna hátíðarinnar "Uppskeru og Handverk 2007" sem haldin verður í 15. sinn að Hrafnargili, Eyjafjarðarsveit þann 9.- 12. ágúst  2007.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


12.          Anna María Richardsdóttir - styrkbeiðni
2007030106
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Önnu Maríu Richardsdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 80.000 til að halda sýningu á "Alheimgjörningi í 10 ár" í Þorgeirskirkju í Ljósavatnsskarði.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


13.          Gásafélagið - styrkbeiðni
2007030110
Erindi dags. 25. febrúar 2007 frá Guðrúnu Steingrímsdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 300.000 til kaupa á búnaði til uppsetningar við sýningarhald á Gásum í Eyjafirði, einnig fé til gerðar kynningarefnis Gásahóps.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


14.          Dóróthea Jónsdóttir - styrkbeiðni
2007030113
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Dórótheu Jónsdóttur þar sem hún óskar eftir rekstarstyrk að upphæð kr. 300.000 fyrir vefsetrið listalind.is.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


15.          Point-Dansstúdió - styrkbeiðni
2007030115
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Sigyn Blöndal f.h. Point-Dansstúdió  þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til að halda dansdag á Ráðhústorgi í lok maí 2007.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.


16.          GalleríBox - styrkbeiðni
2007030120
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Karenu Dúu Kristjánsdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 140.000 sem notaður yrði til að kosta sýningarhald í GalleríBox.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


17.          Jónas Viðar Sveinsson - styrkbeiðni
2007030121
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Jónasi Viðari Sveinssyni þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 200.000 vegna reksturs á Jónas Viðar Gallerý í Listagilinu á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu, en vísar því til vinnslu hjá Listasumri 2007.


18.          Amtsbókasafnið á Akureyri - styrkbeiðni
2007030123
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Haraldi Þór Egilssyni f.h. Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 150.000 vegna endurbóta á námskeiðinu "Sumarlestur - Akureyri bærinn minn" í samstarfi við Minjasafnið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


19.          Snorri Björnsson - styrkbeiðni
2007030125
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Snorra Björnssyni og Arne Friðrik Karlssyni þar sem þeir  óska eftir styrk að upphæð kr. 50.000 til að stofna áhugamannafélag um kvikmyndir með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari kvikmyndasýningum á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í erindið, en felur menningarfulltrúa að fá frekari upplýsingar frá bréfriturum áður en það verður tekið til endanlegrar afgreiðslu.


20.          Sigrún Ingibjörg Arnardóttir - styrkbeiðni
2007030128
Erindi dags. 27. febrúar 2007  frá Sigrúnu Ingibjörgu Arnardóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 300.000 vegna útgáfu á BA - ritgerð hennar "Bjart er yfir baugalín" saga skúfhólksins.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


21.          Bryndís Pernille Magnúsdóttir - styrkbeiðni
2007030129
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Bryndísi Pernille Magnúsdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 55.000 til frekara náms hjá listnám.is 2. stig - framhaldsnám.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


22.          Leikfélag Menntaskólans á Akureyri - styrkbeiðni
2007030131
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Auði Ásbjarnardóttur f.h. Leikfélags Menntaskólans á Akureyri, þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 200.000  til að setja upp leikritið "Draumur á Jónsmessunótt" í lok apríl 2007.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.


23.          Gunnlaugur Haraldsson - styrkbeiðni
2007030132
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Gunnlaugi Haraldssyni þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 500.000 vegna útgáfu á Æviskrám MA - stúdenta 1974-1978 sjötta bindi sem gefið verður út af umsækjanda í apríl 2007.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


24.          Mennigarmiðstöðin í Listagili - styrkbeiðni
2007030133
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Valdísi Viðars f.h. Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 260.000 til að standa straum af kostnaði við smiðjur barna á aldrinum 9 til 12 ára sem koma til með að vinna að þema Jónsmessuleiks 2007.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


25.          Jón Hlöðver Áskelsson - styrkbeiðni
2007030136
Erindi dags. 18. febrúar 2007 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni þar sem hann eða fyrirtækið hans Tölvutónn ehf. óskar eftir styrk að upphæð kr. 100.000 og niðurfellingu á leigu í Ketilhúsinu, vegna flutnings á dagskrá um skáldið Þorgeir Sveinbjörnsson.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000 til verkefnsins, sem m.a. komi á móti húsaleigu í Ketilhúsinu.


26.          Vax ehf - styrkbeiðni
2007030071
Erindi dags. 1. mars 2007 frá Vigdísi Örnu Jónsdóttur þar sem hún sækir styrk að upphæð
kr. 500.000 til að byggja upp "fljótandi" námskeið og viðburði í samvinnu við fyrirtæki og rekstraraðila á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


27.          Friðbjarnarhús - styrkbeiðni
2007030074
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Gunnari Lórenzsyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð
kr. 500.000 til að setja upp sýningu um sögu Góðtemplarareglunnar á Íslandi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.


28.          Félag áhugafólks um heimspeki - styrkbeiðni
2007030075
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni þar sem hann óskar eftir styrk að upphæð kr. 200.000 fyrir hönd Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri, sem stendur fyrir fyrirlestrum og umræðum um heimspeki.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.


29.          Sjóstangaveiðifélag Akureyrar - styrkbeiðni
2007030077
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá Sigfúsi Karlssyni f.h. SJÓAK þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 vegna kvikmyndar sem gerð var í tilefni 40 ára afmælis félagsins 2004.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindu, en vísar því til afgreiðslu í samfélags- og mannréttindaráði. Jafnframt felur stjórnin markaðs- og kynningarstjóra að kanna möguleika á að kaupa mynddiska sem nýta mætti í kynningarskyni.


30.          Halldóra Helgadóttir - styrkbeiðni
2007030080
Erindi dags. 22. febrúar 2007 frá Halldóru Helgadóttur þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 50.000 til að halda tvær málverkasýningar í Ketilhúsinu á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 30.000 til verkefnisins.


31.          Safnasafnið - styrkbeiðni
2007030081
Erindi dags. 25. febrúar 2007 frá Níelsi Hafstein þar sem hann sækir styrk að upphæð
kr. 100.000 vegna kostnaðar við sýningarskrá, uppsetningu og opnun á verkum eftir tvo alþýðulistamenn á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


32.          Jón Hlöðver Áskelsson - styrkbeiðni
2007030137
Erindi dags. 18. febrúar 2007 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni þar sem hann óskar eftir styrk að upphæð kr. 50.000 vegna tónsmíða og flutnings þeirra í Þingeyrarkirkju 9. september 2007 í tilefni af því að 130 ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 40.000 til verkefnisins.


33.          Sveinbjörg Hallgrímsdóttir - styrkbeiðni
2007020023
Erindi dags. 28. janúar 2007 frá Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 100.000 vegna fyrirhugaðrar dvalar hennar í Kjarvalsstofu í París í apríl og maí 2007.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


34.          Þórður Örn Hjálmarsson - styrkbeiðni
2007030140
Erindi ódags. 2007 frá Þórði Erni Hjálmarssyni og Heimi Frey Hlöðverssyni þar sem þeir sækja um styrk að upphæð kr. 500.000 til að fjármagna gerð heimildakvikmyndar í Malaví vorið 2007.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


35.          Gásafélagið - styrkbeiðni
2007030143
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Ingólfi Ármannssyni f.h. Gásafélagsins þar sem hann óskar eftir framlögum til félagsins vegna kynningar á Gásum við Eyjafjörð og þátttöku í þeim verkefnum sem sett verða upp í tengslum við fornleifarannsóknir á staðnum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


36.          Tangó Nor - styrkbeiðni
2007030142
Erindi dags. 1. mars 2007 frá Vigdísi Örnu Jónsdóttur þar sem hún sækir um styrk að upphæð kr. 300.000 f.h. nýstofnaðs tangóklúbbs  "Tangó Nor" til að mæta kostnaði við stofnunina og til að efla starfsemina.
Stjórn Akureyrarstofu vísar erindinu til samfélags- og mannréttindaráðs.


37.          Huglist - listahópur - styrkbeiðni
2007030144
Erindi dags. 16. febrúar 2007 frá Pálínu Halldórsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 43.000 f.h. listahópsins Huglistar til að koma á sýningunni "Óður til augna og eyrna" í möguleikamiðstöðinni Rósenborg.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 40.000 til verkefnisins.


38.          Hið íslenska bókmenntafélg - styrkbeiðni
2007030145
Erindi dags. 27. febrúar 2007 frá Gunnari H. Ingimundarsyni f.h. Hins íslenka bókmenntafélags þar sem hann óskar eftir styrk að upphæð kr. 2.500 þús. vegna útgáfu á bókinni "Laufás - kirkjur" eftir Hörð Ágústsson.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


39.          Magnús Aðalbjörnsson - styrkbeiðni
2007020092
Erindi dags. 20. febrúar 2007 frá Magnúsi Aðalbjörnssyni þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 500.000 til ritunar og útgáfu á sögu Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.


40.          Davíð Hjálmar Haraldsson - styrkbeiðni
2007020089
Erindi dags. 20. febrúar 2007 frá Davíð Hjálmari Haraldssyni þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 200.000 til útgáfu á 4 ljóðabókum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


41.          Elvar Guðmundsson - styrkbeiðni
2007010227
Erindi dags. 22. janúar 2007 frá Elvari Guðmundssyni þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 189.000 til að taka þátt í raunveruleikaþættinum "On the Lot" alþjóðlegri leikstjórakeppni sem fram fer í Hollywood.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


42.          Haraldur Óskar Ólafsson - styrkbeiðni
2007010117
Erindi dags. 4. janúar 2007 frá Haraldi Óskari Ólafssyni þar sem hann sækir um ferðastyrk að upphæð kr. 200.000 til að fjármagna keppnisferð á heimsmeistaramót í hamskurði sem fram fer í Reno USA 17.- 21. apríl 2007.
Stjórn Akureyrarstofu  vísar erindinu til samfélags- og mannréttindaráðs.


43.          Bókaútgáfan Tindur - styrkbeiðni
2007030029
Erindi dags. 25. febrúar 2007 frá Helga Jónssyni forsvarsmanni Tindar þar sem hann sækir um styrk að upphæð kr. 200.000 til útgáfu á geisladiski með lögum Megasar við Passíusálma Hallgríms Péturssonar.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.Fundi slitið.