Stjórn Akureyrarstofu

6. fundur 01. mars 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
6. fundur
1. mars 2007   kl. 16:00 - 18:20
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Sigríður Stefánsdóttir fundarritari
1.          Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
2006090077
Lögð voru fram ný drög að þjónustusamningi við Markaðsskrifstofu ferðamála  og gerð grein fyrir þeirri undirbúningsvinnu sem fram hefur farið.

Stjórnin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu á fundinum.


2.          Heimasíða Akureyrarbæjar
2006090004
Ragnar Hólm Ragnarsson kynningarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið og kynnti heimasíðuna, notkun hennar og gerði grein fyrir hugmyndum að þróun og breytingum.
 


3.          Markaðs- og kynningarmál 2007
2007030003
Markaðs- og kynningarstjóri Sigríður Stefánsdóttir gerði grein fyrir nokkrum verkefnum sem verið er að vinna að á sviði markaðsmála og auglýsinga og hugmyndum sem fram hafa komið um fleiri verkefni.


4.          Markaðs- og kynningarmál 2007 - fjárhagsáætlun
2007030003
Markaðs- og kynningarstjóri Sigríður Stefánsdóttir lagði fram upplýsingar um fjárhagsáætlun ársins og stöðu nokkurra liða sem varða markaðsmál og kynningu.


5.          Brandr - Northern Periphery
2006010006
Verkefnið Brandr er þriggja ári verkefni um markaðssetningu sveitarfélaga  sem hófst um mitt ár 2003 og lauk um mitt ár 2006.
Markaðs- og kynningarstjóri Sigríður Stefánsdóttir kynnti helstu áherslur í verkefninu og eftirfylgni þess.Fundi slitið.