Stjórn Akureyrarstofu

4. fundur 08. febrúar 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
4. fundur
8. febrúar 2007   kl. 15:00 - 16:57
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          AIM Festival - styrkbeiðni
2006120101

Erindi dags. 14. desember 2006 frá stjórn AIM Festival  þar sem sótt er um styrk vegna tónlistarhátíðar sem fram fór á Akureyri í júní 2006.

Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í erindið og felur menningarfulltrúa að ganga frá drögum að samkomulagi við hátíðina, sem taki til fjárstuðnings og stuðnings í formi aðstöðu og annars kostnaðar.2.          GalleríBox - styrkbeiðni
2006110084
Erindi dags. 20. nóvember 2006  frá starfsmönnum í GalleríBox  þar sem þau leggja  fram beiðni til menningarmálanefndar, að styrkja áframhaldandi starfsemi í formi niðurfellingar á leigu fyrir afnot af vinnustofunum í Grófargili.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til starfsemi GalleríBox sem komi á móti kostnaði við húsaleigu.3.          AkureyrarAkademían - styrkbeiðni
2006100059
Erindi dags. 9. október 2006 frá Jóni Hjaltasyni þar sem farið er fram á styrk að upphæð
kr. 500.000  til AkureyrarAkademíunnar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til AkureyrarAkademíunnar.4.          Kristján frá Djúpalæk - heildarútgáfa af ljóðum
2006100062
Erindi dags 16. október 2006 frá Kristjáni Kristjánssyni þar sem hann óskar eftir því við menningarmálanefnd að hún taki einhvern þátt í útgáfukostnaði heildarljóðasafns Kristjáns frá Djúpalæk.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.5.          Menningarsamtök Norðlendinga - styrkbeiðni
2006090096
Erindi dags. 11. mars 2006 frá Svanhildi Hermannsdóttur f.h. Menningarsamtaka Norðlendinga þar sem farið er fram á styrk að upphæð kr. 150.000 vegna myndlistarverkefnis sem staðið hefur yfir í þrjú ár.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.6.          Neander - umsókn um styrk
2006110040
Erindi dags. 27. október 2006 frá Kristjáni Ingimarssyni þar sem hann f.h. Leikfélagsins Neander sækir um 500.000 kr. styrk vegna uppsetningar á leikverkinu Frelsaranum hér á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 250.000 til verkefnisins og óskar jafnframt eftir því að þess stuðnings verði getið í kynningarefni um sýninguna.7.          Jón Kristján Kristjánsson - styrkbeiðni
2007010122
Erindi dags 5. janúar 2007 frá Jóni Kristjáni Kristjánssyni þar sem hann óskar eftir 400.000 kr. framlagi frá Akureyrarbæ til að byggja upp sjávardýrasafn á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins og felur menningarfulltrúa að taka þátt í samráðsfundum vegna þróunar þess.8.          Íþróttafélagið Þór - styrkbeiðni
2007010112
Erindi dags. 5. janúar 2007 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni þar sem hann óskar f.h. Íþróttafélagsins Þórs eftir styrk að upphæð kr. 200.000 vegna árlegrar Þrettándagleði sem félagið hefur haldið frá 1933.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.9.          Örn Ingi - styrkbeiðni
2006030007
Erindi ódags. frá Erni Inga Gíslasyni þar sem hann óskar eftir styrk vegna stofnunar fjöllistahóps á breiðum aldursgrunni.

Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á, vegna þess hlutar erindisins sem lýtur að uppbyggingu fjöllistahóps að hún verði unnin í samráði við Húsið - upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks.  Stjórnin tekur jákvætt í hugmyndir um að varðveisla á upptökum Arnar Inga af bæjarlífinu verði tryggð með einhverjum hætti.  Menningarfulltrúa falið að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.10.          Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra - styrkbeiðni
2006110106
Erindi dags. 30. október 2006 frá Guðrúnu Ástu Guðjónsdóttur þar sem hún  f.h. Félags foreldra og aðstandenda samkynhneigðra óskar eftir að húsaleiga fyrir aðstöðu á Sigurhæðum verði felld niður það sem af er þessu ári og fyrir árið 2007.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk til FAS í formi húsaleigu vegna fundaraðstöðu á Sigurhæðum.11.          Saga Gagnfræðaskóla Akureyrar
2006080083
Tekið fyrir að nýju erindi frá Magnúsi Aðalbjörnssyni þar sem óskað er eftir stuðningi við ritun sögu Gagnfræðaskóla Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu getur að sinni ekki orðið við einstökum liðum umsóknarinnar en samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins. Menningarfulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.12.          Leikfélag Akureyrar - endurnýjun samnings
2006100058
Lögð fyrir drög að endurnýjuðum samningi milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar.  Samningurinn felur í sér framlög til rekstrar leikhússins upp á 100 m.kr. á yfirstandandi ári, 102 m.kr. á því næsta og 105 m.kr. á árinu 2009. Verði félagið rekið án halla hvert leikár bætast við 5 m.kr. ár hvert sem eru árangurstengdar með þessum hætti. Samningurinn við Leikfélagið er reistur á grunni samkomulags Akureyrarbæjar og ríkisins um samstarf í menningarmálum á árunum 2007-2009.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og fagnar þeim góða árangri sem Leikfélagið hefur náð á síðustu misserum.13.          Akureyrarstofa - ráðning framkvæmdastjóra
2006110116
Rætt um ráðningu framkvæmdastjóra Akureyrarstofu, en tekin hefur verið ákvörðun um að auglýsa stöðuna svo fljótt sem kostur er.


14.          Menningarhús - nafnasamkeppni
2005050102
Niðurstaða dómnefndar um nafn á menningarhúsið liggur fyrir. Alls bárust 338 tillögur að 241 nafni. Álit nefndarinnar var einróma og gerði hún tillögu um að húsið skyldi hljóta nafnið Hof. Í nefndinni sátu Bragi V. Bergmann, Margrét Jónsdóttir og Sverrir Páll Erlendsson.

Stjórn Akureyrarstofu fellst á niðurstöðu dómnefndarinnar og þakkar henni vel unnin störf. Tveir skiluðu inn tillögu um nafnið Hof, þau Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson og hljóta þau bæði ársmiða á alla opinbera viðburði í húsinu á fyrsta starfsári þess í viðurkenningarskyni. Stjórnin óskar höfundum verðlaunatillögunnar til hamingju og þakkar þeim fjölmörgu sem þátt tóku í samkeppninni.

Fundi slitið.