Stjórn Akureyrarstofu

3. fundur 11. janúar 2007
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
3. fundur
11. janúar 2007   kl. 16:00 - 17:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Unnar Jónsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Sigrún Björk Jakobsdóttir fráfarandi formaður stjórnar Akureyrarstofu sat fundinn og annaðist fundarstjórn.  Stjórnin þakkar Sigrúnu ánægjulegt samstarf og óskar henni velfarnaðar í starfi sínu sem bæjarstjóri og býður Elínu Margréti Hallgrímsdóttur velkomna til starfa sem formaður stjórnar.

1.  Samráðsfundir með forstöðumönnum og stjórnum menningarstofnana árið 2006
2006110024
Fulltrúar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands þau Guðmundur Óli Gunnarsson, Magna Guðmundsdóttir og Gunnar Frímannsson komu á fundinn undir þessum lið.  Farið var yfir starfsemi SN undanfarið og framundan.  Þá var rætt um næstu skref og þau markmið sem hljómsveitin vill ná í tengslum við nýjan samning hljómsveitarinnar og Akureyrarbæjar sem er í burðarliðnum.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og tekur undir þau meginmarkmið sem hún hefur sett henni.


2.  Samkomulag um þróun og uppbyggingu á Gásum
2006120024
Stjórn Akureyrarstofu skipar fulltrúa í Gásanefnd sbr. samning Akureyrarbæjar, Hörgárbyggðar og Minjasafnsins um þróun og uppbygginu á Gásum, sem undirritaður var 18. desember sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur fyrir sína hönd í nefndina.


3.  Akureyrarstofa
2006110116
Undirbúningur að stofnun Akureyrarstofu. Farið yfir stöðu vinnunnar og kynnt frumdrög stefnumótunar í ferðamálum fyrir stofuna sem byggð er á fundum með fjölmörgum hagsmunaaðilum sem fram fóru í nóvember og desember 2006. Þá var rætt um undirbúning opins fundar stjórnar sem áætlaður er nú í janúar.
Samþykkt að opinn fundur stjórnar Akureyrarstofu fari fram þann 24. janúar nk.


Fundi slitið.