Stjórn Akureyrarstofu

8145. fundur 07. desember 2006
2. fundur
07.12.2006 kl. 16:00 - 18:07
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Unnar Jónsson
Sigríður Stefánsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð ritaði fundargerð


1 UMFA - samningur um rekstur 2007
2006120009
Gerð grein fyrir stöðu mála vegna endurnýjunar samnings um Upplýsingamiðstöð Norðurlands eystra á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu felur markaðs- og kynningarstjóra að vinna áfram að nýjum tímabundnum samnningi við Sérleyfisbíla Norðurlands, með fyrirvara um framlög annarra samningsaðila.


2 Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi - 2006
2006090077
Lagt fram bréf dags. 30. október 2006 frá stjórn Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, þar sem óskað er eftir að samningur við skrifstofuna verði endurnýjaður.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að áfram skuli haldið því samstarfi sem fólgið er í Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi en jafnframt óskar hún eftir heildarendurskoðun á samningnum með þátttöku allra hagsmunaaðila. Í framhaldinu verði kallaður saman fundur með fulltrúum þeirra sem njóta þjónustu MFN þar sem stilltir verða saman strengir um framhaldið. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að boða til fundarins í janúar og skýra stjórn MFN frá umræðum á fundinum.


3 Samkomulag um þróun og uppbyggingu á Gásum
2006120024
Lögð fram drög að samkomulagi Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu ferðamannastaðar á Gásum í Eyjafirði.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög og felur formanni og menningarfulltrúa að ganga frá samkomulaginu.


4 Fjárhagsáætlun 2007
2006080078
Lagðar fram tillögur um breytingar á fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Jafnframt þeim er lögð fram tillaga um að eftirfarandi liðir í gjaldskrá fyrir Amtsbókasafnið á Akureyri breytist:
Gjald fyrir glatað skírteini og ný skírteini fyrir lánþega utan Akureyrar hækki úr
1.000 kr. í 1.300 kr.
Þá hækki gjöld fyrir bókainnheimtur um 10 kr. vegna 1. áminningar, um 50 kr.
vegna 2. áminningar og 100 kr. vegna 3. áminningar.
Gjöld fyrir skipaþjónustu hækki úr 15.000 kr. í 20.000 kr.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir þær breytingatillögur sem lagðar voru fyrir fundinn og jafnframt þær breytingar sem lagðar eru til á gjaldskrá Amtsbókasafnsins.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.