Stjórn Akureyrarstofu

8105. fundur 24. nóvember 2006
1. fundur
24.11.2006 kl. 12:00 - 13:58
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður
Helena Þ. Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin H. Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð ritaði fundargerð


Fundurinn er fyrsti fundur stjórnar Akureyrarstofu, en hún tekur við hlutverki menningarmálanefndar, hlutverki stjórnsýslunefndar í markaðs- og kynningarmálum og hlutverki bæjarráðs í ferða- og atvinnumálum.

Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 7. nóvember sl. kosið aðal- og varamenn í stjórn Akureyrarstofu:

Aðalmenn: Varamenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður Ragnheiður Jakobsdóttir
Helena Þ. Karlsdóttir varaformaður Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson Lára Stefánsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson Jón Erlendsson
Halla Björk Reynisdóttir Tryggvi Þór Gunnarsson
1 Samráðsfundir með forstöðumönnum og stjórnum menningarstofnana árið 2006
2006110024
Samráðsfundur með forstöðumanni Listasafnsins á Akureyri. Hannes Sigurðsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfseminni á yfirstandandi ári og sýningaráætlun fyrir árið 2007.2 Samstarfssamningur menntamálaráðuneytis og Akureyrarbæjar - endurnýjun 2006
2006110023
Greint frá framgangi í samningaviðræðum við menntamálaráðuneytið vegna endurnýjunar samnings um samstarf í menningarmálum. Nú eru skoðaðir möguleikar á lengri samningi en hingað til og með hvaða hætti væntanlegt menningarhús mun koma inn í samninginn.3 Akureyrarstofa - undirbúningur
2006110116
Farið yfir undirbúning að stofnun Akureyrarstofu og þau skref sem framundan eru. Á döfinni eru stefnumótunarfundir með ýmsum hagsmunaaðilum. Á þeim verður mótuð stefna bæjarins á sviði ferða- og markaðsmála og hvernig þau muni fléttast menningarmálum í Akureyrarstofu.


4 Styrkbeiðni vegna afmælissýningar Súlusveina
2006110041
Styrkbeiðni dags. 3. nóvember 2006 frá Skúla Lórenzsyni vegna jólaskemmtana fyrir börn sem haldnar verða á aðventunni, en fram kemur að skemmtanirnar eiga 50 ára afmæli á þessu ári.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins


5 Leikfélagið Neander - styrkbeiðni
2006110040
Styrkbeiðni dags. 27. október 2006 frá Kristjáni Ingimarssyni og Gitte Nielsen f.h. Leikfélagsins Neander sem vinnur að uppsetningu á leikverki sem sýnt verður víðs vegar í Danmörku og ætlunin er að bjóða Akureyringum upp á opnar æfingar og þátttöku í sköpunarferlinu.
Afgreiðslu frestað.


6 Hlynur Hallsson - styrkbeiðni
2006110028
Erindi dags.19. september 2006 frá Hlyni Hallssyni þar sem hann sækir um styrk til að standa undir hluta af kostnaði við ferð til að taka þátt í sýningum ArtFair Köln og samsýningu 12 myndlistarmanna Galerie der Küstler í Munchen í Þýskalandi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir ferðastyrk að upphæð kr. 25.000 til fararinnar.


7 GalleríBox - styrkbeiðni
2006110084
Erindi dags. 20. nóvember 2006 frá starfsmönnum GalleríBox þar sem þau leggja fram beiðni til menningarmálnefndar, að styrkja áframhaldandi starfsemi í formi niðurfellingar á leigu fyrir afnot af vinnustofunum í Grófargili.
Afgreiðslu frestað.


8 Jónas Viðar Gallery - styrkbeiðni
2006110081
Erindi dags. 20. nóvember 2006 frá Jónasi Viðari Sveinssyni þar sem hann sækir um styrk sem nemur leigukostnaði fyrir árið 2007 til að reka Jónas Viðar Gallery.
Afgreiðslu frestað.


9 Jónas Viðar Gallery - listaverkalán
2006110080
Erindi dags. 20. nóvember 2006 frá Jónasi Viðari Sveinssyni þar sem hann sækir um aðgang að listaverkalánum sem Akureyrarbær og Sparisjóður Norðlendinga hafa boðið upp á í samvinnu við gallerí í bænum.
Afgreiðslu frestað.Fundi slitið.