Stjórn Akureyrarstofu

99. fundur 25. maí 2011 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Hátíðir og viðburðir á Akureyri 2011

Málsnúmer 2011050022Vakta málsnúmer

Rætt um framkvæmd Bíladaga 2011 og þær ráðstafanir sem í undirbúningi eru til að bæta menningu og umgengni á meðan þeir standa yfir. Framkvæmdastjóri greindi frá undirbúningnum sem hefur gengið vel og staðið yfir frá því um áramót. Einstakir viðburðir verða fluttir á nýtt svæði Bílaklúbbsins og gætt verður að því að viðburðir rekist sem minnst á við aðra viðburði í bænum, sérstakt tjaldsvæði verður við aksturssvæðið og settar verða sérstakar siðareglur hátíðarinnar. Þá mun lögregla herða allt eftirlit og gæslu þessa helgi.

Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með vel skipulagðan undirbúning og tímanlegan. Stjórnin leggur sérstaka áherslu á að löggæsla verði elfd eins og kostur er á meðan á hátíðarhöldunum stendur. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að undirbúningi.

2.Menningarfélagið Hof - Menningarhúsið Hof

Málsnúmer 2008090055Vakta málsnúmer

Skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Menningarfélagsins Hofs.
Freyja Dögg Frímannsdóttir hefur látið af störfum í stjórn félagsins og skipa þarf fulltrúa í stað hennar.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Freyju Dögg vel unnin störf og samþykkir að skipa Hildi Eir Bolladóttur í stjórn Menningarfélagsins.

3.Leikfélag Akureyrar - endurnýjun samnings 2011

Málsnúmer 2011050144Vakta málsnúmer

Rætt um endurnýjun samnings við Leikfélag Akureyrar. Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá fundi sem þau áttu með leikhússtjóra og framkvæmdastjóra LA.
Umræðu verður haldið áfram á næsta fundi.

 

4.Atvinnustefna Akureyrarbæjar - 2011

Málsnúmer 2011050145Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga formanns um skipun sérstakrar verkefnisstjórnar, skipuð fulltrúum allra flokka, sem hafi með höndum mótun stefnunnar á grunni vinnu starfshópsins sem skilaði af sér í vetur.

Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að erindisbréfi fyrir verkefnisstjórnina.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Greining atvinnulífsins á Akureyri 2011

Málsnúmer 2011050146Vakta málsnúmer

Sævar Pétursson verkefnisstjóri atvinnumála kynnti stöðuna á verkefninu og fyrstu niðurstöður.
Hannes Karlsson frá B-lista og Matthías Rögnvaldsson frá A-lista sátu fundinn sem gestir undir þessum lið.

 

6.Ný löggjöf um stjórn fiskveiða á Íslandi 2011

Málsnúmer 2011050103Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 25. maí 2011 um frumvörpin og mögulegar afleiðingar.
Í vinnslu.
Hannes Karlsson frá B-lista og Matthías Rögnvaldsson frá A-lista sátu fundinn sem gestir undir þessum lið.

 

7.ja.is - uppsagnir á Akureyri

Málsnúmer 2011050140Vakta málsnúmer

Rætt um lokun Já Upplýsingaveitna hf á þjónustuveri fyrirtækisins á Akureyri.
Hannes Karlsson frá B-lista og Matthías Rögnvaldsson frá A-lista sátu fundinn sem gestir undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu harmar þá ákvörðun Já Upplýsingaveitna hf að loka starfsstöð sinni á Akureyri. Fyrirtækið hefur um áraraðir bæði fyrir og eftir einkavæðingu notið þjónustu góðs og trausts starfsfólks sem verður nú fyrir barðinu á meintum hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins sem felast að stærstum hluta í flutningi starfa en ekki fækkun þeirra.

Fundi slitið - kl. 19:00.