Stjórn Akureyrarstofu

76. fundur 23. júní 2010 kl. 16:00 - 18:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Jón Hjaltason
  • Jóhann Jónsson
  • Guðrún Þórsdóttir
Starfsmenn
  • Hulda Sif Hermannsdóttir
  • María Helena Tryggvadóttir
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 15. júní 2010. kosið aðal- og varamenn í stjórn Akureyrarstofu:

Aðalmenn:
Halla Björk Reynisdóttir formaður
Sigmundur Ófeigsson varaformaður
Jón Hjaltason
Sigrún Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir

Varamenn:
Helga Mjöll Oddsdóttir
Aðalbjörg María Ólafsdóttir
Þórarinn Stefánsson
Jóhann Jónsson
Guðrún Þórsdóttir

1.Aðalstræti 24 - umsókn úr Húsverndarsjóði

Málsnúmer 2010060018Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði dags. 2. júní 2010 frá Vigni Valtýssyni.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita styrk að upphæð kr 200.000.

2.Aðalstræti 50 - umsókn úr Húsverndarsjóði

Málsnúmer 2010060017Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði dags. 2. júní 2010 frá Önnu Guðnýju Sigurgeirsdóttur.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

3.Gamli barnaskólinn í Hrísey - umsókn úr Húsverndarsjóði

Málsnúmer 2010060019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði dags. 3. júní 2010 frá Norðanbáli.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

4.Gamli húsmæðraskólinn - umsókn úr Húsverndarsjóði

Málsnúmer 2010060023Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði dags. 3. júní 2010 frá Félagi sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

5.Hafnarstræti 88 - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010020085Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði móttekin 17. mars 2003 frá s. Dóru Hartmannsdóttur fyrir hönd húsfélagsins Hafnarstræti 88.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita styrk að upphæð kr 300.000.

6.Strandgata 45 - umsókn úr Húsverndarsjóði

Málsnúmer 2010060016Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði dags. 2. júní 2010 frá Guðrún Þ. Ásmundsdóttur.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

7.Starfshópur Akureyrarstofu um atvinnumál

Málsnúmer 2010060120Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipun starfshóps um atvinnumál sem skipaður verði fulltrúum allra framboða í bæjarstjórn og drög að erindisbréfi fyrir hópinn.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa starfshóp um atvinnumál og að í honum sitji fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn. Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir hópinn og óskar eftir því við bæjarráð að það heimili að ráðinn verði sérstakur starfsmaður að tillögu starfshópsins, sem vinni að verkefnum hans. Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því við flokkana að gætt verði að kynjahlutföllum við skipun einstaklinga í hópinn.

Jóhann Jónsson óskar að bókað verði eftirfarandi: Ég tel mikilvægt að viðkomandi starfsmaður vinni með starfsmönnum Akureyrarstofu og heyri undir framkvæmdastjóra hennar.

Fundi slitið - kl. 18:45.