Stjórn Akureyrarstofu

215. fundur 15. september 2016 kl. 16:15 - 18:26 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017 - stjórnar Akureyrarstofu

Málsnúmer 2016080056Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun málaflokka Akureyrarstofu, menningar- og atvinnumál lögð fram til afgreiðslu frá stjórninni. Til þess síðarnefnda heyra m.a. rekstur Akureyrarstofu, markaðs-, kynningar- og ferðamál.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi áætlun með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum.

2.Sterkasta kona Íslands - aflraunamót

Málsnúmer 2016090072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2016 frá Sigfúsi Fossdal, f.h. Aflraunafélags Akureyrar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000 til að halda keppnina "Sterkasta kona Íslands" sem fram fer á Akureyri þann 17. þessa mánaðar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

3.Local Food Festival 2016 - styrkumsókn

Málsnúmer 2016090094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2016 frá Davíð Rúnari Gunnarssyni, f.h. undirbúningshóps sýningarinnar 'Local Food Festival' þar sem óskað er eftir styrk til hennar sem ætlaður er til að standa straum af húsaleigu í Íþróttahöllinni á Akureyri. Sýningin fer fram dagana 30. september - 1. október næstkomandi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 250.000 til verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 18:26.