Skólanefnd

16. fundur 07. september 2015 kl. 13:30 - 16:13 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Preben Pétursson Æ-lista boðaði forföll og Áshildur Hlín Valtýsdóttir sat fundinn í hans stað.
Svava Þórhildur Hjaltalín fulltrúi grunnskólakennara mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Ytra mat í skólum

Málsnúmer 2015090023Vakta málsnúmer

Hanna Hjartardóttir og Birna Sigurjónsdóttir verkefnisstjórar ytra mats grunnskóla hjá Menntamálastofnun kynntu aðferðafræði við ytra mat skóla en skólaárið 2015-2016 fer fram ytra mat hjá tveimur af grunnskólum Akureyrarbæjar.
Skólanefnd þakkar þeim Hönnu og Birnu kærlega fyrir kynninguna.

2.Leikskólinn Sunnuból - samningar

Málsnúmer 2005100060Vakta málsnúmer

Samkvæmt viðauka við leigusamning húsnæðis Sunnubóls dags. 16. febrúar 2007 var leigusamningur framlengdur til 31. júlí 2017. Vísað er til samþykktar bæjarráðs þar að lútandi á fundi frá 15. febrúar 2007.
Skólanefnd hefur tekið ákvörðun um að starfsemi leikskólans Sunnubóls verði hætt þann 30. júní 2016, rúmu ári áður en leigusamningur rennur út. Ákvörðunin er tekin að meginhluta vegna þróunar nemendafjölda á næstu árum og þess að húsnæðið, sem ekki er hið hentugasta fyrir leikskólastarfsemi, er ekki í eigu Akureyrarbæjar.

3.Rekstur fræðslumála 2015

Málsnúmer 2015040087Vakta málsnúmer

Rekstur fræðslumála janúar-júlí 2015.
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir stöðuna.

4.Byrjendalæsi

Málsnúmer 2015090022Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Birna Svanbjörnsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Jenný Gunnbjörnsdóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar HA.
Skólanefnd þakkar þeim Birnu og Jennýju kærlega fyrir kynninguna.

Grunn- og leikskólar Akureyrarbæjar sem og skóladeild Akureyrar hafa átt gott samstarf við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Skólanefnd Akureyrarbæjar harmar þá togstreitu sem uppi er í samskiptum Menntamálastofnunar og Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri í aðdraganda læsisátaks menntamálaráðuneytisins.
Skólanefnd hvetur stofnunina og ráðherra til að nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem til staðar er í MSHA varðandi læsi og lestrarkennslu. Í því sambandi væri hægt að horfa til þess að tvö þeirra sérfræðistarfa sem Menntamálastofnun hefur auglýst, verði staðsett við MSHA.

5.Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti

Málsnúmer 2015090015Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fór yfir reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.
Skólanefnd þakkar Ingu Þöll fyrir kynninguna.

6.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2016

Málsnúmer 2015050243Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna með fjárhagsáætlun.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista vék af fundi kl. 16:00.
Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna vék af fundi kl. 16:06.

Fundi slitið - kl. 16:13.