Skólanefnd

2. fundur 19. janúar 2015 kl. 13:30 Hof
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Hanna Dögg Maronsdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Tónlistarskólinn á Akureyri - heimsókn

Málsnúmer 2014080063Vakta málsnúmer

Heimsókn í Tónlistarskólann á Akureyri. Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri tók á móti hópnum, kynnti starfsemi og sýndi aðstöðuna sem skólinn hefur til afnota.
Skólanefnd þakkar Hjörleifi kærlega fyrir kynninguna.

2.Tónlistarskólinn á Akureyri - ýmis mál

Málsnúmer 2012020254Vakta málsnúmer

Málefni Tónlistarskólans. Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri fór yfir sögu skólans og hlutverk. Einnig viðraði hann sýn og væntingar um skólastarfið en skólinn fagnar 70 ára afmæli í upphafi næsta árs.

3.Rekstur fræðslumála 2014

Málsnúmer 2014050003Vakta málsnúmer

Rekstur fræðslumála 2014. Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir rekstur skólanna fyrir árið 2014.

4.Skólapúlsinn - ytra mat skóla

Málsnúmer 2015010179Vakta málsnúmer

Skólapúlsinn - ytra mat skóla, kynning. Fræðslustjóri fór yfir Skólapúlsinn sem er ytra matstæki fyrir leik- og grunnskóla.
Skólanefnd samþykkir að allir leik- og grunnskólar taki þátt í Skólapúlsinum.

5.Naustahverfi - nýr leikskóli

Málsnúmer 2015010178Vakta málsnúmer

Leikskóli í Naustahverfi. Formaður ræddi byggingu nýs skóla í Naustahverfi sem samþykkt hefur verið að byggja. Mikilvægt er að hefja undirbúning að byggingunni sem fyrst.
Skólanefnd felur fræðslustjóra að vinna málin áfram m.a. með frekari kynningu á undangenginni vinnu.

Fundi slitið.