Skólanefnd

24. fundur 08. desember 2014 kl. 14:00 - 16:05 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Heimsóknir í skóla

Málsnúmer 2014080063Vakta málsnúmer

Skólaheimsókn í leikskólann Hulduheima/Sel og Kot.

Skólanefnd heimsótti leikskólann Hulduheima/Sel og Kot þar sem Snjólaug Brjánsdóttir sýndi húsnæðið og kynnti starfsemina.

2.Sumarlokun leikskóla 2015

Málsnúmer 2014120030Vakta málsnúmer

Skólanefnd samþykkir sumarlokun leikskóla í 20 virka daga næstu þrjú ár sem hér segir:

Sumarlokun 2015

29. júní - 24. júlí Naustatjörn - Hulduheimar - Sunnuból

6. júlí - 31. júlí Iðavöllur - Pálmholt - Hólmasól - Tröllaborgir

13. júlí - 10. ágúst Lundarsel - Krógaból - Hlíðaból - Kiðagil

Sumarlokun 2016

27. júní - 22. júlí Lundarsel - Krógaból - Hlíðaból - Kiðagil

4. júlí - 29. júlí Naustatjörn - Hulduheimar - Sunnuból

11. júlí - 8. ágúst Iðavöllur - Pálmholt - Hólmasól - Tröllaborgir

Sumarlokun 2017

3. júlí - 28. júlí Iðavöllur - Pálmholt - Hólmasól - Tröllaborgir

10. júlí - 8. ágúst Lundarsel - Krógaból - Hlíðaból - Kiðagil

17. júlí - 14. ágúst Naustatjörn - Hulduheimar - Sunnuból

Skoðanakönnun verður gerð meðal foreldra haustið 2015 til að meta viðhorf til sumarlokunar. Skólanefnd áskilur sér rétt í samráði við leikskólastjóra til að endurskoða sumarlokanir með tilliti til niðurstöðu könnunarinnar annars vegar og fjárhagsáætlunar hins vegar.

3.Sérkennsla og sumarlokanir leikskóla

Málsnúmer 2014110119Vakta málsnúmer

Erindi frá Ölfu Björk Kristinsdóttur og Ólínu Aðalbjörnsdóttur sem barst í gegnum viðtalstíma bæjarfulltrúa 13. nóvember 2014. Í erindinu óska þær eftir:

a) að sett verði meira fjármagn í sérkennslu í skólum Akureyrarbæjar og leggja þær til aukningu um 2-3 stöðugildi.
b) að ekki verði teknar upp styttri leikskólalokanir yfir sumartímann.

Skólanefnd þakkar þeim Ölfu og Ólínu fyrir erindið. Fræðslustjóra falið að svara erindinu.

4.Skipulagsdagar á leikskólum - kvörtun

Málsnúmer 2014110115Vakta málsnúmer

Erindi frá Dennýju Vignisdóttur sem barst í gegnum viðtalstíma bæjarfulltrúa 13. nóvember 2014, þar sem hún lagði fram kvörtun yfir skipulagsdögum á leikskólum.

Skólanefnd þakkar Dennýju fyrir erindið. Fræðslustjóra falið að svara erindinu.

5.Gjaldskrár fræðslumála 2015

Málsnúmer 2014120032Vakta málsnúmer

Skólanefnd samþykkir að 75% öryrkjar njóti sambærilegra afsláttarkjara á leikskóla- og dagforeldragjöldum og aðrir afsláttarþegar.

6.Fundaáætlun skólanefndar 2015

Málsnúmer 2014120031Vakta málsnúmer

Fundaáætlun fyrir fyrri hluta ársins 2015 lögð fram til kynningar og samþykktar.

Fundi slitið - kl. 16:05.