Skólanefnd

5. fundur 24. febrúar 2014 kl. 14:00 - 15:05 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi D-lista og Hildur Elínar Sigurðardóttir fulltrúi leikskólakennara boðuðu forföll.

1.Álag og fjarvera í leikskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013120098Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson starfsþróunarstjóri mætti á fundinn og gerði ásamt Hrafnhildi Sigurðardóttur leikskólafulltrúa grein fyrir vinnu við verkefnið að kanna álag og fjarveru í leikskólum Akureyrarbæjar, eins og hún stendur núna.

2.Innritun í leikskóla 2014

Málsnúmer 2014010053Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar fram til kynningar upplýsingar um stöðuna í innritun í leikskóla Akureyrarbæjar. Þar kemur fram að líklegt er að hægt verði að bjóða a.m.k. foreldrum tuttugu og tveggja 18 mánaða barna pláss. Þetta eru börn sem fædd eru í janúar-mars 2013.

3.Skilyrði fyrir veitingu leyfis til daggæslu barna

Málsnúmer 2014020151Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að breytingu á skilyrðum fyrir veitingu og endurnýjun leyfis til daggæslu barna. Tillagan felur það í sér að til að fá leyfi eða endurnýjun þarf að liggja fyrir leyfisbréf samkvæmt samþykkt um hundahald og kattahald í Akureyrarkaupstað.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

Tryggvi Þór Gunnarsson yfirgaf fundinn kl. 14:50.

4.Auglýsingar í leik- og grunnskólum - viðmiðunarreglur

Málsnúmer 2014010209Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð endurbætt tillaga að viðmiðunarreglum um auglýsingar í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Afgreiðslu tilögunnar var frestað á síðasta fundi skólanefndar og óskað eftir því að fræðslustjóri gerði á henni breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

5.Hríseyjarskóli - ýmsar ábendingar frá Áhugahópi um framtíð Hríseyjar

Málsnúmer 2014020105Vakta málsnúmer

Erindi dags. 28. janúar 2014 frá Áhugahópi um framtíð Hríseyjar. Í erindinu eru niðurstöður málþings um framtíð Hríseyjar sem snerta skólahald í Hrísey reifaðar.

Skólanefnd þakkar áhugahópnum fyrir erindið og felur fræðslustjóra að vinna að framgangi þess í samvinnu við hópinn og stjórnanda og starfsmenn Hríseyjarskóla.

Fundi slitið - kl. 15:05.