Skólanefnd

17. fundur 21. október 2013 kl. 14:00 - 16:14 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir samþykki fundarmanna fyrir því að taka inn á dagskrána erindi frá Grímseyjarskóla sem nýtt mál.

1.Veitingar á fundum skólanefndar

Málsnúmer 2013100161Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga um að ekki verði framvegis boðið upp á aðrar veitingar á fundum skólanefndar en kaffi, te og vatn.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

2.Skólaþing sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 2013090237Vakta málsnúmer

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík þann 4. nóvember nk. Dagskrá þingisins var lögð fram til kynningar og 2 kjörnum fulltrúum í skólanefnd auk formanns boðið að fara á ráðstefnuna, hafi þeir tök á því.

Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista bókar að hún gerir athugasemd við rýran hlut leikskólans í Skólaþingi sveitarfélaga 2013.

3.Skólaskýrsla 2013

Málsnúmer 2013100196Vakta málsnúmer

Skólaskýrsla 2013 er komin út. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2012 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er. Tölulegar upplýsingar ná til málaflokkanna á landsvísu en einnig eru þeim gerð skil eftir landshlutum og eru að nokkru leyti flokkaðar eftir íbúafjölda sveitarfélaga.
Farið var yfir helstu atriði skýrslunnar, en kjörnir fulltrúar fengu afhent eintak á fundinum.

4.Langtímaáætlun - fræðslumál

Málsnúmer 2013020252Vakta málsnúmer

Langtímaáætlun skólanefndar til umræðu
Farið var yfir drög sem lágu fyrir eftir vinnu á síðustu fundum nefndarinnar.

5.Skóladagatal 2013-2014

Málsnúmer 2013040031Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. október 2013 frá skólastjóra Grímseyjarskóla, þar sem óskað er eftir samþykki skólanefndar fyrir breytingu á skóladagatali skólans starfsárið 2013-2014. Fram kemur í erindinu að samþykki foreldra fyrir breytingunni liggi fyrir.

Skólanefnd staðfestir breytt skóladagatal Grímseyjarskóla.

Fundi slitið - kl. 16:14.