Skólanefnd

16. fundur 01. október 2012 kl. 14:00 - 16:25 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Karl Frímannsson fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2013

Málsnúmer 2012060177Vakta málsnúmer

Skólanefnd samþykkir meðfylgjandi tillögur að gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2013 að öðru leyti en því að óskað er eftir að skólastjórar grunnskólanna leggi fram tillögu að gjaldskrá vegna gistingar í skólunum fyrir næsta fund.

2.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 2012060177Vakta málsnúmer

Skólanefnd samþykkir meðfylgjandi tillögur að fjárhagsáætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál árið 2013 kr. 4.875.500.000.

Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista vék af fundi kl. 16:08.

3.Þriggja ára áætlun 2014-2016 fyrir fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2012060177Vakta málsnúmer

Skólanefnd samþykkir meðfylgjandi tillögur að þriggja ára áætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál 2014-2016.

Fundi slitið - kl. 16:25.