Skólanefnd

1. fundur 18. janúar 2016 kl. 13:30 - 15:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Dagný Þóra Baldursdóttir L-lista boðaði forföll, varamaður hennar Kristján Ingimar Ragnarsson mætti í hennar stað kl. 13:55 (vegna ferða Hríseyjarferju).

1.Kynning á verkefni í Giljaskóla

Málsnúmer 2016010126Vakta málsnúmer

Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla kom á fundinn til að kynna verkefni sem Giljaskóli er að hrinda í framkvæmd.

Verkefnið snýr að umbótum á virkni nemenda, fjölbreytni í kennsluháttum og bættum starfsaga. Markmiðið er að auka gleði og ánægju nemenda og allra starfsmanna í skólanum en einnig almennan námsárangur.

2.Rekstur fræðslumála 2015

Málsnúmer 2015040087Vakta málsnúmer

Rekstur fræðslumála janúar - nóvember 2015.

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar fór yfir stöðuna.

3.Tröllaborgir - úttekt á starfi leikskóla

Málsnúmer 2012121107Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ytra mat á leikskólanum Tröllaborgum.

4.Erindi frá leikskólastjórum - bætt námsumhverfi barna og bætt starfsumhverfi starfsfólks á leikskólum

Málsnúmer 2016010117Vakta málsnúmer

Kristlaug Svavarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra á fundinum fór yfir málið til kynningar.
Í lok fundar tilkynnti Eva Hrund Einarsdóttir fulltrúi D-lista að hún lýkur störfum í skólanefnd að sinni.


Í lok fundar tilkynnti Eva Hrund Einarsdóttir fulltrúi D-lista að hún lýkur störfum í skólanefnd að sinni.

Fundi slitið - kl. 15:00.