Skólanefnd

24. fundur 07. desember 2015 kl. 13:30 - 15:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Fulltrúar leikskólakennara og leikskólastjóra boðuðu forföll.

1.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2016-2019

Málsnúmer 2015050243Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir stöðu í kjölfar gjaldskrárbreytinga vegna kjarasamninga.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Eva Hrund Einarsdóttir fulltrúi D-lista og Preben Jón Pétursson fulltrúi Æ-lista sátu hjá.

2.Gjaldskrá dagforeldra 2016

Málsnúmer 2015120050Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild kynnti.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár og óskar samhliða eftir fjárveitingu að upphæð kr. 5 milljónir króna til að mæta afturvirkum greiðslum á hlut bæjarfélagins vegna kjarasamnings frá 1. maí 2015.
Skólanefnd beinir því til fræðslustjóra að taka upp viðræður við dagforeldra um gildandi samning hvað varðar réttindi og skyldur beggja aðila.

3.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2015-2019

Málsnúmer 2015100143Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu og samþykktar.
Skólanefnd samþykkir framlagða Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2015-2019 með framlögðum athugasemdum.

4.Seinkun á byrjun skóladags

Málsnúmer 2015120046Vakta málsnúmer

Logi Már Einarsson formaður skólanefndar ræddi hugmyndir um að byrja skóladag í grunnskólum síðar að deginum en nú er.
Fræðslustjóra falið að tilnefna hóp til að skoða kosti og galla við seinkun á skóladegi á unglingastigi.

Fundi slitið - kl. 15:00.