Skólanefnd

20. fundur 19. október 2015 kl. 13:30 - 15:49 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Gunnar Gíslason D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Vilborg Hreinsdóttir fulltrúi leikskólakennara boðaði forföll.

1.Heimsókn frá BUG teymi SAk - fræðsla um geðheilbrigðismál barna

Málsnúmer 2015100101Vakta málsnúmer

Gísli Kort Kristófersson sérfræðingur í geðhjúkrun, lektor við heilbrigðisvísindasvið HA og Arnfríður Kjartansdóttir sálfræðingur komu á fundinn með fræðslu um geðheilbrigðismál barna.

2.PMTO - foreldrafærni/SMT - skólafærni - skólanefnd

Málsnúmer 2006070001Vakta málsnúmer

Guðbjörg Ingimundardóttir starfsmaður á skóladeild, félagsráðgjafi og sérfræðingur í PMTO meðferð kynnti stöðu í ráðgjöf PMTO í leik- og grunnskólum Akureyrar og á landsvísu.

3.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015010101Vakta málsnúmer

Erindi sem barst til bæjarráðs þann 8. október 2015. Erindið er undir 5. lið fundargerðar undir heitinu Sparkvöllur við Glerárskóla.
Allir sparkvellir eiga að vera upplýstir til kl. 22:00 á kvöldin þegar dagsbirtu nýtur ekki við. Málið hefur verið leyst.

4.Ályktun stjórnar heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli

Málsnúmer 2015090284Vakta málsnúmer

Mál tekið fyrir á fundi skólanefndar þann 5. október 2015 undir 5. lið varðandi gúmmíkurl á gervigrasvöllum við skóla.
Allir sparkvellir bæjarins eru með gúmmí sem er svart dekkjarkurl sem var sett í/á vellina þegar þeir voru byggðir.
Það gúmmí sem hefur verið notað hefur uppfyllt þá staðla sem krafist er.
Skólanefnd leggur áherslu á að gúmmímál verði skoðuð sérstaklega næst þegar skipt verður um gervigras eða gúmmí á knattspyrnuvöllum sveitarfélagins. Nefndin kemur til með að fylgjast áfram með umræðum og rannsóknum er tengjast þessu málefni.

5.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Anna María Hjálmarsdóttir fulltrúi skólanefndar í undirbúningshópi fyrir móttöku flóttamanna fór yfir stöðuna í undirbúningsvinnunni.

6.Lundarskóli/öryggisnefnd - aðfinnslur og athugasemdir starfsmanna

Málsnúmer 2015100093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi til Fasteigna Akureyrarbæjar frá öryggisnefnd Lundarskóla dagsett 8. október 2015. Erindið varðar aðfinnslur og athugasemdir starfsmanna Lundarskóla um heilsufar sitt og hugsanleg tengsl þess við húsnæði, búnað og loftgæði.
Fræðslustjóra falið að fylgjast með málinu.

7.Staðan í kjaramálum skólastjórnenda

Málsnúmer 2015100115Vakta málsnúmer

Skólanefnd Akureyrarbæjar lýsir þungum áhyggjum af stöðunni í kjaramálum skólastjórnenda og hvetur hlutaðeigandi til þess að ljúka samningum sem fyrst þar sem óvissan sem þetta skapar getur haft veruleg áhrif á skólastarf.

Fundi slitið - kl. 15:49.