Málsnúmer 2024100096Vakta málsnúmer
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að endurskoðun deiliskipulags íþróttasvæðis Þórs. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu á kynningartíma ásamt umsögnum frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku. Er tillagan lögð fram með nokkrum breytingum til að koma til móts við innkomna athugasemd auk þess sem bætt hefur verið við tveimur byggingarreitum vestan við fyrirhugaðan völl þar sem gert er ráð fyrir gámum í tengslum við upptökur og byggingarreit við norðvesturhluta vallarins fyrir hálfniðurgrafið tæknirými og snyrtingar.
Er jafnframt lögð fram tillaga að umsögn um efni athugasemdar.