Skipulagsráð

271. fundur 16. ágúst 2017 kl. 10:25 - 12:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirtalin gögn til umfjöllunar og samþykktar:

1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, greinargerð endurskoðuð með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

2. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Akureyri endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

3. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Hrísey og Grímsey endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

4. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sveitarfélagsuppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

5. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, umhverfisskýrsla.

Lögð fram eftirfarandi fylgigögn:

6. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, þéttingarsvæði séruppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

7. Umsagnir og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu umsagna sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

8. Ábendingar og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu ábendinga sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

9. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, stígakort.

10. Skrá yfir friðlýst, friðuð og umsagnarskyld hús og skrá yfir hús byggð 1926-1930 (fylgiskjal skv. kröfu Skipulagsstofnunar).

11. Tímaferli aðalskipulagsins.
Skipulagsráð fór yfir fyrirliggjandi tillögur og kom á framfæri athugsemdum við hana.

Skipulagsráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjastjórnar:

"Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 20018-2030 - greinargerð, uppdrættir, umhverfisskýsla og fylgigögn - verði auglýst samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagssviði að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar sömu laga."

Fundi slitið - kl. 12:10.