Skipulagsráð

268. fundur 05. júlí 2017 kl. 08:00 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirtalin gögn til umfjöllunar:

1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, greinargerð endurskoðuð með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

2. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Akureyri endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

3. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Hrísey og Grímsey endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

4. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sveitarfélagsuppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

5. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, þéttingarsvæði séruppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

6. Umsagnir og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu umsagna sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

7. Ábendingar og svör, tillaga að svörum/úrvinnslu ábendinga sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

8. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, Umhverfisskýrsla.

9. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, stígakort (fylgiskjal).

10. Tímaferli aðalskipulagsins.
Skipulagsráð fór yfir ábendingar og umsagnir sem borist hafa við skipulagstillöguna og svör ráðsins koma fram í skjölunum "Ábendingar og úrvinnsla" og "Umsagnir og úrvinnsla" sem birtar verða með fundargerð.

Afgreiðslu skipulagsins frestað til aukafundar 17. eða 18. ágúst næstkomandi.

2.Kjarnagata 51 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017060145Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Kjarnagötu 51.

Breyting á deiliskipulagi felst í eftirfarandi:

1. Byggingareitir innan lóðahluta breikka um 0,6 m inn á lóð en með því verða inngangssvalir/stigahús innan byggingareita.

2. Svalir íbúða mega ná 2,0 m út fyrir byggingareiti en áður var hámarkið 1,6 m.

3. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Davíðshaga 2 hækki úr 2.202,0 m² í 2.392,0 m².

4. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Davíðshaga 4 hækki úr 2.187,8 m² í 2.392,0 m².

5. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Kristjánshaga 2 lækki úr 2.031,3 m² í 1.830,0 m².

6. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Elísarbetarhaga 1 hækki úr 1.396,7 m² í 2.028,0 m².

7. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Kjarnagötu 51 hækki úr 1.857,7 m² í 1.925,0 m².

8. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Kjarnagötu 53 hækki úr 1.814,6 m² í 1.925,0 ².

9. Byggingarmagn sameiginlegs afnotahluta lækki úr 2.002,0 m² í 1.751,0 m² sem skiptist í bílageymslu: 1.626,0 m² og skýli: 125,0 m².

10. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækki úr 1,17 í 1,46. Megin ástæða þeirrar breytingar er sú að áður var byggingarmagn bílageymslu skráð sér í lóðarlykli og því var byggingarmagn bílageymslu ekki hluti af nýtingarhlutfalli í lóðarlykli. Önnur ástæða fyrir hækkuðu nýtingarhlutfalli er sú að bætt er við kjallara að hluta undir öllum húsunum.

11. Smávægileg breyting verði gerð á uppsetningu lóðarlykils fyrir Kjarnagötu 51. Skilgreiningin "byggingarmagn bílageymslu" breytist í "byggingarmagn bílageymslu/skýlis". Er þar átt við aðstöðuskýli á sameiginlegum afnotahluta.

12. Breyting verði gerð á byggingarreit fyrir tengibyggingu milli Davíðshaga 4 og bílageymslu þannig að tengibyggingin verði innan sérafnotahluta lóðar fyrir Davíðshaga 4.

Deiliskipulagstillagan er unnin af Landslagi ehf. dagsett 5. júlí 2017.

Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda í lóð.
Einungis er um að ræða minniháttar leiðréttingu og breytingar á deiliskipulaginu og er breyting sem varðar einungis Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

3.Iðnaðarsvæði við Krossanes - deiliskipulag

Málsnúmer 2017060224Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga sviðsstjóra að hafinn verði undirbúningur á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Krossanes, reit 1.14.1 I í aðalskipulagi.
Skipulagsráð heimilar sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi svæðisins.

Fundi slitið - kl. 10:55.