Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra

2. fundur 23. september 2010 kl. 13:30 - 14:15 Kaffistofa framkvæmdadeild
Nefndarmenn
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Kristín Sigfúsdóttir
  • Lilja Guðmundsdóttir
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Jón Heiðar Daðason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Kristján Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 15. júní 2010 kosið aðal- og varamann í samstarfnefnd um ferlimál fatlaðra:

Aðalmaður: Bergur Þorri Benjamínsson formaður
Varamaður: Haraldur Sveinbjörn Helgason

Skipulagsnefnd hefur á fundi sínum 7. júlí 2010 kosið
eftirtalda aðila sem fulltrúa sína í nefndina:

Aðalmenn:
Helgi Snæbjarnarson
Sigurður Guðmundsson
Varamenn:
Eva Reykjalín Elvarsdóttir
Auður Jónasdóttir

Sjálfsbjörg hefur með bréfi dags. 9. september 2010
kosið sína fulltrúa í nefndina:

Aðalmaður: Jón Heiðar Jónsson
Varamaður: Kristín Sigfúsdóttir

Þroskahjálp hefur með bréfi dags. 13. september 2010
kosið sinn fulltrúa í nefndina.

Aðalmaður: Lilja Guðmundsdóttir
Varamaður: Enginn varamaður að svo stöddu.

Í upphafi fundar bauð formaður nefndarmenn velkomna til starfa. Fundartími nefndarinnar var ákveðinn 3. fimmtudagur annars hvers mánaðar kl. 13:30.

Borin var upp tillaga um breytingu frá útsendri dagskrá, þ.e. að bætt yrði við dagskrármálinu Ferðamannastaðir á Íslandi - bætt aðstaða og var tillagan samþykkt.

1.Heilsugæslustöðin á Akureyri - lyftuskipti

Málsnúmer 2010090099Vakta málsnúmer

Bréf dags. 19. maí 2010 frá Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri um endurnýjun fólkslyftu í húsnæði stofnunarinnar.

Það er álit samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra að aðgengi að stofnuninni verði viðunandi eftir lyftuskiptin. Samkvæmt byggingarreglugerð þarf rýmið inn í lyftunni að vera að lágmarki 110 x 140 cm og hurðarop 80 cm.

2.Akureyrarflugvöllur - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2010040025Vakta málsnúmer

Bréf dags. 2. september 2010 frá Önnu Bragadóttir f.h. skipulagsstjóra þar sem óskað er eftir umsögn samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra um nýtt deiliskipulag fyrir Akureyrarflugvöll.

Nefndin leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir upphituðum bílastæðum fyrir fatlaða sem næst inngöngum og leiðir að þeim upphitaðar.

3.Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra

Málsnúmer 2010090062Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi til stjórnsýslunefndar.

Nefndin samþykkir að fela formanni nefndarinnar að senda erindi til stjórnsýslunefndar þar sem farið er fram á að heiti nefndarinnar, skipan í nefndina og starfsskyldur (erindisbréf) verði skilgreint.

4.Ferðamannastaðir á Íslandi - bætt aðstaða

Málsnúmer 2010070043Vakta málsnúmer

Tölvubréf dags. 8. júlí 2010 frá Jóni Gunnari Benjamínssyni vegna verkefnis sem hann er að vinna að fyrir Ferðamálastofu um bætt aðgengi að ferðamannastöðum á Íslandi.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra samþykkir að óska eftir því við framkvæmdaráð að Kjarnaskógur og Lystigarðurinn verði framlag Akureyrarkaupstaðar til verkefnis Ferðamálastofu "bætt aðgengi að ferðamannastöðum á Íslandi".

Nefndin áskilur sér þó rétt til að óska eftir að fleiri stöðum verði bætt við á seinni stigum.

Fundi slitið - kl. 14:15.