Samfélags- og mannréttindaráð

74. fundur 11. október 2010 kl. 17:00 - 18:30 Trója austur 2. hæð Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Brynjar Davíðsson
  • Heimir Haraldsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðlaug Kristinsdóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2010090135Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

2.Gjaldskrá Rósenborgar 2011

Málsnúmer 2010100064Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir útleigu kennslustofa og sala í Rósenborg.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

3.Fræðslufyrirlestrar um einelti á landsvísu - samstarf

Málsnúmer 2010090039Vakta málsnúmer

Borgarafundur um einelti var haldinn í Brekkuskóla 6. október sl. á vegum Heimilis og skóla, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT með stuðningi Akureyrarbæjar o.fl.
Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með borgarafundinn og óskar eftir samstarfi við aðrar nefndir bæjarins um að halda málefninu á lofti.

Fundi slitið - kl. 18:30.