Náttúruverndarnefnd

8206. fundur 21. desember 2006

2. fundur

21. desember 2006 kl. 14.45 - 16.30

Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

 

Nefndarmenn:                                       Starfsmenn:

Hjalti Jón Sveinsson formaður          Helgi Már Pálsson

Jón Ingi Cæsarsson                            Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari

Jón Kristófer Arnarson

Linda María Ásgeirsdóttir

 

Erla Þrándardóttir boðaði forföll.

 

1. Sorphirða - stefnumótun og lausnir

2006030005

Guðmundur Sigvaldason fyrrum starfsmaður Staðardagskrár 21 mætir á fundinn og kynnir möguleika á flokkun.

Umhverfisnefnd þakkar Guðmundi Sigvaldasyni greinargóða kynningu.

 

2. Hrísey - kerfill og aðrar óæskilegar plöntur í bæjarlandinu

2006080025

Bjarni Guðleifsson kynnir hugsanlegar aðgerðir gegn skógarkerfli í Hrísey. Þorsteinn Þorsteinsson áhugamaður um fuglaskoðun mun einnig mæta á fundinn .

Umhverfisnefnd þakkar Bjarna Guðleifssyni og Þorsteini Þorsteinssyni fyrir þeirra innkomu og ákveðið er að fara í samvinnu við Bjarna Guðleifsson hjá LBH og Náttúrufræðistofnun Íslands um samvinnu við aðgerðir gegn kerfli.

 

3. Staðardagskrá 21 - Hrísey

2006090056

Staðan á vinnu við Staðardagskrá 21 í Hrísey.

Umhverfisnefnd felur verkefnastjóra að undirbúa fund með formanni hverfisráðs Hríseyjar og nefndinni þar sem verkefninu staðardagskrá 21. fyrir Hrísey verður komið í vinnslu.

 

4. Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum - 2007

2006120071

Rætt um hvort sækja eigi um styrk til ferðamálaráðs og fyrir hvaða verkefni.

Samþykkt er að sækja um styrk og er verkefnastjóra falið að undirbúa málið fyrir næsta fund.

 

Fundi slitið.