Náttúruverndarnefnd

8077. fundur 23. nóvember 2006
1. fundur
23.11.2006 kl. 14:45 - 16:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hjalti Jón Sveinsson formaður
Erla Þrándardóttir
Jón Kristófer Arnarsson
Jón Ingi Cæsarsson
Linda María Ásgeirsdóttir
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson ritaði fundargerð


Þetta er fyrsti fundur umhverfisnefndar sem leysir af hólmi náttúruverndarnefnd og mun annast málefni þau er heyrðu undir þá nefnd, auk þess sem hún tekur yfir umsjón með sorphirðu og sorpförgun frá framkvæmdaráði.
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 7. nóvember sl. kosið eftirtalda aðal- og varamenn í umhverfisnefnd til loka kjörtímabils bæjarstjórnar 2006-2010:

Aðalmenn:
Hjalti Jón Sveinsson formaður
Jón Ingi Cæsarsson varaformaður
Linda María Ásgeirsdóttir
Jón Kristófer Arnarson
Erla Þrándardóttir

og varamenn:
Kristín Halldórsdóttir
Margrét Kristín Helgadóttir
Þorgeir Jónsson
Kristín Sigfúsdóttir
Petrea Ósk Sigurðardóttir

1 Hrísey, kerfill og aðrar óæskilegar plöntur í bæjarlandinu
2006080025
Aðgerðaráætlun í Hrísey. Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur mætti á fundinn.
Í framhaldi af kynningu Borgþórs mun Jón Arnarson setja sig í samband við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og fá upplýsingar um sauðfjárbeit til varnar lúpínu og kerfli. Verkefnastjóra falið að boða Bjarna Guðleifsson og Þorstein Þorsteinsson á næsta fund og hafa samband við ráðuneytið vegna tilraunastöðvar í Hrísey.


2 Kynnisferð til Norðurlanda 22.- 29. október 2006
2006110078
Fram fór kynning á ferð umhverfisnefndarmanna til Norðurlanda 22.- 29. október sl.


3 Sorphirða - stefnumótun og lausnir
2006030005
Hjalti Jón Sveinsson formaður nefndarinnar kynnti stöðu vinnuhóps um sorpmál og gerði grein fyrir úrvinnslu lífræns úrgangs.
Fundi slitið.