Náttúruverndarnefnd

7872. fundur 19. október 2006
75. fundur
19.10.2006 kl. 14:45 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hjalti Jón Sveinsson formaður
Jón Ingi Cæsarsson
Linda María Ásgeirsdóttir
Jón Kristófer Arnarson
Erla Þrándardóttir
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson ritaði fundargerð


1 Umhverfisstofnun - samnorrænt verkefni
2006070047
Verkefnastjóri kynnti stöðu verkefnis um líffræðilegan fjölbreytileika.
Nefndin lýsir ánægju sinni með verkefnið.


2 Starfsáætlun umhverfisnefndar - 2007
2006100056
Verkefnastjóri kynnti fyrirkomulag vinnu við starfsáætlun umhverfisnefndar.3 Staðardagskrá 21 - eftirfylgni verkefna
2006080026
Farið yfir stöðu verkefna. Umræður um forgangsröðun verkefna.
Ákveðið að fela Hjalta Jóni og Jóni Inga að undirbúa sérstakan vinnufund þar sem náttúruverndarnefnd skilgreinir verkefnin og forgangsraði. Ákveðið var að á fundum umhverfisnefndar fengju fulltrúar hverfisnefnda aðgengi að nefndinni undir sérstökum lið. Verkefnastjóra falið að ákveða röð nefndanna.


4 Hrísey - kynnisferð
2006100065
Umræður um ferð nefndarmanna til Hríseyjar.
Ákveðið var að fá sérfræðing til fundar með náttúruverndarnefnd og hverfisnefnd í Hrísey þar sem rætt verður um aðgerðir gegn skógarkerfli.Fundi slitið.